Jólakver - 01.12.1924, Síða 16

Jólakver - 01.12.1924, Síða 16
14 Dagana fyrir jólin hafa allir nóg að starfa, að búa alt sem best undir hátiðahaldið. Þá er allur bærinn þveginn og öll húsgögn og allur fatnaður. I gamla daga var miklu minna. fengist við þvotta en nú á timum. Það var eigi sjaldgæft, að bærinn var sjald- an eða aldrei þveginn nema fyrir jólin, — en þá þótti sjálfsagt að gjöra það. Sumir gamlir menn vildu aldrei láta þvo askinn sinn nema fyrir jólin. Þeir trúðu því, að það spilti auðsæld þeirra, ef askurinn væri þveginn; kölluðu þeir það, að „ þ v o af s ér au ð- inn“. En ávalt létu þeir þvo askinn fyrir jólin, því að það þótti óhæfa að eta úr óþvegnum aski á svo dýrðlegri hátíð, sem jólahátíðin er. Oft voru menn í sömu flíkinui alt árið og létu aldrei þvo hana nema fyrir jólin, en það þótti ósæmilegt, að nokkur hlutur væri óþveginn á jólunum; — þá varð alt að vera hreint. Einu sinni var kerling, sem hafði gengið með sama faldinn á hverjum degi a.lt á,rið og aldrei þveg- ið hann. En þegar hún sauð liangikjötið til jólanna, tók hún sig til og þvoði faldinn upp úr hangikjöts- soðinu, þurkaði hann síðan og setti hann svo upp á jólunum. Þegar karlinn, bóndi hennar, sá hana með faldinn nýþveginn, sagði hann: „Já, Já! Mér þvkir þú vera farin að halda þér til, kelli mín! — Satt er það, einatt er munur að sjá það sem hreint er‘!. Nokkru fyrir jólin eru jólakertin steypt. Á Þorláks- messu er soðið hangikjöt til jólanna. Þá er og góður og gamall siður í sveitinni, að gjöra ósköpin öll af lummum fyrir jólin. Það er og gamall siður að skera kind á aðfangadaginn, til þess að fólkið skuli fá nýtt kjöt á jólanóttina. Er venjulega valin til þess feit og fönguleg ær, og kölluð „jólaærin“.

x

Jólakver

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.