Jólakver - 01.12.1924, Page 35

Jólakver - 01.12.1924, Page 35
33 Það var ekki laust við, að þetta væri sagt í háði, því að hesturinn var bæði lítill og magur og í meira lagi vesældarlegur á að líta, þar sem hann hnipraði sig saman á básnum sínum inni við gluggann. Og ekki var hann líklegur til þess að eiga erindi í bjarnarhramma. „En af hverju á að draga mig út?u spurði grísinn. Hann stóð ennþá með framlappirnar uppi í milligerð- inni og braut heilann um það, sem hrúturinn hafði sagt. „Já, af hverju erum við kindurnar rúnar og kýrn- ar mjólkaðar og hestarnir kúgaðir bæði til burðar og dráttar og eggjunum rænt frá fiðurtætlunum þarna uppi á prikinu?u sagði hrúturinn. „Við dýrin höfum mist réttindi okkar. Einu sinni var þetta alt öðru- vísi, en sá tími er liðinn og kemur aldrei aftur.“ „Hvað er það, sem þið kailið réttindi?u spurði litla lambið og hallaði sér mjúklega upp að hrútnum. „Það er þettau, sagði hrúturinn um leið og hann setti hausinn undir kvið á lambinu og þeytti því út í horn. „Nei, það er ekki sattu, sagði mamma litla lambs- ins. Hún færði sig að því og sleikti það. „Komdu nú, þá skal ég sýna þér, hvað rétt eru. Síðan spyrnti hún út afturfótunum og kallaði á lambið: „Komdu nú og fáðu þér mjólkursopa. Ég sá það vel, að þú gast ekki etið neitt af heyinu, veslinguru. Og litla lambið brölti á fætur, stakk höfðinu að júgrinu og fann þar huggun sína. Á meðan það var að sjúga, dinglaði það dindlinum í ákafa, til þess að sýna, hvað því þótti mjólkin góð. En móðirin beygði sig yfir barnið sitt og lét höfuðið hvíla á bakinu á því. 3

x

Jólakver

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.