Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 7

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 7
 •••-.. " ...............*.•.... ••***•• ........—•••••••*%•.*••*'*:• U; JÓLAKERTI ;í • *•• : _ »,* % : 'jj'P----,0_........................0,.........; : • :...■..■•••••••••• .' * —•• ••••••%••.'..•...; • ÓI var tökubarn á Hóli og ekki nema tæpra 11 ára, þegar þetta gerðist. Auk hans voru tvö börn á heimilinu á líku reki og hann. Það var Einar litli, sonur hjónanna, og Þóra, dóttir þeirra. Jói hafði átt heima á Hóli, síðan hann var átta vikna. Hann hafði átt þar góða aðbúð, og aldrei kom það fyrir, að gert væri upp á milli hans og hinna barnanna. Þau reyndust honum líka í alla staði eins og þau væri systkini hans. Mikið höfðu börnin hlakkað til jólanna og ekki síst Jói. Síðan jólafasta byrjaði, höfðu þau talið dag- ana, sem eftir voru. Þeir voru furðumargir til að byrja með. Smátt og smátt fækkaði þeim, en því nær sem dró jólunum, urðu dagarnir lengri og lengri, eftir því sem börnunum fanst. Þorláksmessa var þó furðanlega fijót að líða. Þá var svo margt að gera. Þá var skorin kind, soðið hangikjöt, gerðir skór, bakaðar lummur og lokið við jólafötin. Allir fengu einhverja flík fyrir jólin, til þess að fara ekki í jóla- köttinn. Jói átti að fá nýja brjósthlíf með hvítum kraga og perlum á brjóstinu og allskonar útflúri. Einar litli átti að fá nýja milliskyrtu, en Þóra nýja svuntu með vasa og hvítum silkiborða í kring. Það

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.