Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 32

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 32
30 réttan bita af því, hjá telpunum, þegar ég hef getað laumast að eldhusdyrunum og stungið höfðinu inn í dyrnar“. Nú görguðu hænsnin. Þau voru sest upp á prikið sitt yfir glugganum og létu stélið lafa og störðu út í myrkrið eins og þau væri þungt hugsandi. Og nú sagði haninn, sem hafði orð fyrir þeim: „Ef ég væri í hennar sporum, þá skyldi ég hafa hafradeig og mjólk út á. Það er svo gott, að hani gæti jafnvel farið að verpa, ef hann fengi nóg af því.“ Gamla kýrin með bjölluna stóð kyr og tugði og tugði í sít'ellu. Altat' öðru livoru tvísteig hún með afturfótunum. Loksins var hún orðin södd. Þá jórtr- aði hún ofurlitla stund, síðan hringaði hún sig á básnum, til þess að geta klórað sér með tönnunum aftur á mölunum. Að því loknu leit hún yfir beisluna til hinnar kýrinnar og sagði: „Mundu nú eftir því, dóttir sæl, að leggjast á hina hliðina í kvöJd. Á jóla- nóttina snúa kýrnar sér altaf við á móti Kyndil- messu, það er gamall og góður siður“. Og síðan seig hún sjálf niður á básinn, beygði höf- uðið aftur á bak, lét aftur augun og jórtraði. „Hafið þið nú ekki hátt, börnin góð“, sagði hún litlu seinna. „Nú vil ég liafa næði, það er ekki svo fátt, sem ég þarf að hugsa um“. Litlu síðar var hún farin að hrjóta og dæsti þungan í svefninum. „Æi, bannsettur ónotasúgur er þetta altaf hérna“, sagði hesturinn og hnipraði sig saman upp í horn á básnum. „Gamla mamma hefur gleymt að troða í gluggann, og súgurinn fer alveg í gegnum mig“. Hann var orðinn svo gigtveikur í fótunum, og nú skalf hann og hóstaði.

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.