Jólakver - 01.12.1924, Side 20

Jólakver - 01.12.1924, Side 20
18 fagna huldufólkinu sem best og forðast reiði þess. Hásbóndinn eða húsmóðirin gekk þrisvar sinnum sólarsinnis kringum bæinn og bauð huldufólkinu heim með þessum orðum: „Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, og fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu11. Þegar huldufólkið kemur og sér, að alt er þvegið og hreint, og allur bærinn svo vel lýstur, að hvergi ber skugga á, þá hýrnar yfir því, og þásegirþað: „Hérerbjart og hér er hreint, og hér er gott að leika sjeru. En ef það sér einhver óhreinindi, eða að einhversstaðar er skuggsýnt, segir það: „Hér er ekki bjart, og hér er ekki hreint, og hér er ekki gott að leika sér.u Má þá jafnan búast við einhverju illu af því. Margs- konar illar og óhreinar vættir eru á ferðinni á jóla- nóttina aðrar en jólakötturinn, jólasveinarnir og huldu- fólkið; eru þær allar mjög viðsjárverðar. Þó gjöra þær ekki mein, ef alt er hreint og bjart, og þær verða eigi varar við neinn gáska eða léttúð, og sérstak- lega ef þeir, sem heima eru, sitja við að lesa í ein- hverri góðri guðsorðabók. Engin ill vættur þolir að heyra nafn Jesú nefnt, og ekkert nafn Guðs. Eg skal segja eina stutta sögu, sem sýnir það. Einu sinni voi’u nokkur börn heima á jólanóttina, en allt fullorðna fólkið hafði farið til tíða. Þeim höfðu verið gefnir fagurrauðir sokkar. Þau léku á gólfinu með jólakertin sín í höndunum, og lá nú heldur en ekki vel á þeim. Einkum fanst þeim inikið til um rauðu sokkana sína, og þótti hverju fyrir sig sínir sokkar vera fallegastir. „Sko minn fót, sko minn fót! sko minn rauða fót!u sögðu þau. Þá er sagt á glugg- anum með ógurlega þungri drynjandi rödd:

x

Jólakver

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.