Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 11

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 11
9 Seli og ól þar önn fyrir dóttur sinni. Á milli Sels og Hóls var tæpur tveggja tíma gangur. Skamt frá Hóli bjó bróðir Sigriðar, og hafði hann boðið mæðg- unum að vera hjá sér um jólin, en þær orðið svona seint fyrir. Þegar þær voru sestar, voru þær spurðar almæltra tíðinda, en þær vörðust allra frétta. „Það var nú ekki tilætlunin að koma hingað, en hún Ella mín var orðin svo þreytt, svo að ég afréð að fá að sitja hérna stundarkorn, af því að þetta er alveg í leið- inni“, sagði Sigríður. „Þið farið nú ekki lengra í kvöld, það er nú ekki að nefna“, sagði húsfreyja. „Mér sýnist hún Elín litla vera búin að fá nóg, sem von er. Það er þæfingsskömm á mýrinni“. Eftir nokkrar orðalengingar varð það úr, að þær mæðgur skyldu vera á Hóli um nóttina. Var þeim síðan borinn matur, og gerðu þær sér gott af honum. Þeim kom það vel að fá góða hressingu. Þær voru ekki miklu vanar. Báðar voru fölleitar og fátæklega til fara. Á sínum yngri árum hafði Sigríður þótt eiguleg stúlka. Og Elín litla virtist ætla að líkjast henni. Hún var fríð í andliti og sviphrein, en ekki laust við, að hún væri raunaleg til augnanna. Nú var hún stilt og fálát og mælti ekki orð frá vörum. Nú var máltíðinni lokið og komin sú stund, þegar börnin voru vön að kveikja á kertunum. Það gerðu þau altaf áður en farið var að syngja jólasálmana og lesa húslesturinn. Einar hljóp fram með annað kertið sitt og kveikti á því hjá mömmu sinni úti í eldhúsi. Þegar hann kom inn með ljósið, kveiktu hin börnin á sínum kertum hjá honum. Einar og Þóra sátu nú sitt við

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.