Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 29

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 29
 27 Sjálfsagt er það sama trúin í annari mynd. þegar Grýla kemur til sögunnar með alla jólasveinana í kalanum. Trúin á heimsóknir álfanna er líka af sama bergi brotin. Þá þótti skepnum líka vera hætt á jólunum. og voru þær varðar með ýmsum töfrum og brögðum. Auk kjötáts og öldrykkju hafa menn haft ýmsar skemtanir og leiki sér til fagnaðar. Sá leikur var algengur, að eínn var iátinn klæða sig sem afskræmi- legast. Var hann gerður líkari skrímsli en mensk- um manni og átti hann síðan að elta alla þá, sem inni voru. Ef til vill er sá siður leifar frá löngu liðn- um tíma, þegar menn trúðu á óvætti, sem tæki menn og æti þá. Og sjálfsagt á jólakötturinn okkar þang- að rót sína að rekja. Með kristnitöku breytist jólahald að sjálfsögðu mjög mikið. En erfitt hafa menn þó átt með að sleppa með öllu fornum venjum. Sést það best á því, að enn í dag eimir eftir af ýmsum jólasiðum, sem tíðk- ast hafa í heiðni. Kjötát og jólnasumbl er enn í hávegum haft. Og ekki hefur menningunni ennþá tekist að drepa til fulls trú manna á kynjaverur, sem birtist á jólunum. Enn er talað um jólakött og jólasveina. Pleira mætti telja. Enn eru jólin mesta hátíð ársins, og enn sem áð- ur eru þau gleðihátíð, þó að af öðrum ástæðum sé en var í heiðni. X.

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.