Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 45

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 45
43 Nú var ein skærasta stjarnan á liimninum vön að koma upp á undan hinum. Börnin sáu hana blika rétt hjá kirkjuturninum, beint uppi yfir leiðunum. Þeim fanst hún stærri og fallegri en allar hinar. Og á hverju kvöldi stóðu þau við gluggann heima hjá sér, héldust í hendur og biðu eftir henni. Og hvort þeirra, sem varð fyrra til að sjá hana, kallaði og sagði: „Nú sé ég stjörnuna“. Oft kom það fyrir, að þau kölluðu þetta bæði í einu. Þau vissu orðið svo vel, bæði hvar og hvenær stjarnan kom. Og loks þótti þeim svo vænt um þessa stjörnu, að þau litu altaf til hennar út um gluggann áður en þau fóru að hátta, til þess að bjóða henni góða nótt. Og þegar þau voru lögst út af, voru þau vön að segja áður en þau sofnuðu: „Guð blessi stjörnuna okkar“. En nú bar svo við á meðan systkinin voru bæði kornung, að litla telpan veiktist og varð að liggja í rúminu. Þá gat hún ekki lengur staðið við gluggann á kvöldin. Og nú stóð drengurinn þar einmana og raunamæddur. En þegar hann sá stjörnuna, sneri hann sér til systur sinnar og sagði: „Nú sé ég stjörn- una“. Þá færðist bros á fölt og þreytulegt andlitið á koddanum, og systir hans hvíslaði með veikri röddu: „Guð blessi þig, bróðir minn, og stjörnuna okkar“. Og stundin kom fyr en varði. Drengurinn stóð nú aleinn við gluggann, og andlit litlu telpunnar var horfið af koddanum, en úti í kirkjugarðinum var komið lítið leiði, sem ekki var þar áður. Og geislum stjörnunnar stafaði niður til litla drengsins, þegar hann horfði á hana í gegnum tárin. Geislarnir voru skínandi bjartir. Þeir lágu eins og glitrandi gullinbrú milli himins og jarðar. Og þegar

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.