Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 9

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 9
i börnin hvert framan í annað og depluðu augunum í laumi. Þau vissu, hvað til stóð. Hann var með eitt- hvað innan í bréfi í hendinni. Hægt og hægt gekk hann inn að rúmi sínu, settist niður og kallaði síðan á börnin til sin. Þau gengu til hans hægt og stilli- lega. Aður fyr hafði það verið siður á Hóli eins og ann- ars staðar að steypa tólgarkerti fyrir jólin, bæði í strokk og lampaglösum. En nú var því hætt fyrir skömmu, mest vegna þess, að fyrir nokkrum árum hafði húsbóndinn keypt fullan stokk af útlendum smákertum. Síðan hafði hann á hverjum jólum gefið börnunum sín tvö smákertin hverju. Það þótti hampa- minna en vera að steypa kertin heima. Þessi útlendu smákerti voru líka allavega lit, og þótti börnunum því meira gaman að þeim en hvítu tólgarkertunum. En ekki var laust við, að þau reyndist ódrýgri. Og nú var ennþá einu sinni komin sú stund, að börnin áttu að taka á móti fallegu jólakertunum sín- um. Oft og mörgum sinnum hafði Jói hugsað til þeirrar stundar með fögnuði og tilhlökkun. Það var hátíðlegasta stundin á árinn. Nú vafði húsbóndinn bréfinu utan af kertunum hægt og hægt. „Hérna, Einar minn og Þóra, og hérna Jói minn. Það vildi nú svo illa til, að ekki varð nema eitt eftir lianda þér. Eg skal muna eftir að bæta þér það upp seinnau. Börnin kystu hann fyrir kertin og löbbuðu til sæta sinna. Einar hafði fengið ljósrautt og hvítt, Þóra blátt og hvítt, en kertið hans Jóa var dökkrautt. Það var fallegast af þeim öllum, en það var ekki heldur nema eitt. Það var ekki laust við, að Jóa vöknaði um

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.