Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 19

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 19
17 inum rísa úr gröfunum og koma saman í kirkjunni, og halda þar guðsþjónustu. Á jólanóttina verða sel- irnir að mönnum svo sem þeirvoru upphaflega, því þeir eru allir komnir af Faraó og hans liði, er varð að selum í Hafinu rauða. Á jólanóttinni eru allskonar vættir á ferðinni, íllar og góðar. Ein af þeim er jólakötturinn. Hann gjörir engum mein, sem fær einhverja nýja flík fyrir jólin, en hinir „fara í jólaköttinnu, en það er í því falið, að jólakötturinn tekur þá, eða að minsta kosti jólarefinn þeirra. Sumir segja og, að þeir, sem fari í jólaköttinn, eigi að bera hrútshorn í hendinni þang- að sem þeir eru fæddir. Þykir sú skrift bæði hörð og óvirðuleg, sem von er. Þess vegna leitast allir við að gjöra sig þess maklega af foreldrum sínum og húsbændum, að þeir fái einhverja nýja flík fyrir jólin, svo að þeir fari ekki í bannsettan jólaköttinn. Á jólanóttina koma jólasveinarnir ofan af fjöllunum. Þeir eru ýmist taldir 13 eða 9. Þeir vilja fá sinn skerf af jólamatnum og öðru, því sem til fagnaðar er haft. Kertasníkir vill fá kerti. Kjötkrókur vill fá kjöt, og Pottasleikir vill fá að sleikja innan pott- inn o. s. frv. Jólasveinarnir geta verið viðsjálsgripir, eins og sjá má af vísunni: Jólasveinar einn og átta; o. s. frv. Þá er og huldufólkið á ferðinni. Það fer inn í bæ- ina, og heldur þar dansa og veislur. Það þarf margs að gæta til þess að styggja ekki huldufólkið, því það er ilt viðureignar, ef því mislíkar, og má þá við öllu illu búast af því. Það var því ekkert gaman að vera einn heima á jólanóttina í gamla daga, þegar annað fólk var farið til tíða. Margt var gjört til þess að 2

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.