Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 28

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 28
26 leyti, sem kristni komst þar á. Á íslandi var það siður að slátra á jólum gelti þeim, er nefndur var sonargöltur. Var honum fórnað Prey. Áður en hon- um var slátrað, lögðu menn liendur á bak honum og strengdu heit. Ýmsar aðrar táknlegar athafnir voru um hönd hafðar. Við öldrykkjuna voru merki gerð yfir horninu, áður en at' var drukkið. Var ölið þar með vígt goðunum. Sjálfsagt hafa menn líka álitið, að þeir kæmist í nánara samfélag við goðin með því að eta kjöt fórnardýranna. Þó að ekki væri nema að drekka soðið eða gína yfir soðreyknum, sem lagði upp af sláturkötlunum, þá þótti það betra en ekki. í þessum frásögnum verður naumast vart neinnar sóldýrkunar. Þó að jólin hafi upprunalega verið ljós- hátíð, þá gætir þess ekki, þegar líður að kristnum sið. Hjá Ásatrúarmönnum eru jólin blótveislur, en stórkostlegri og meiri en önnur blót. Ýms hjátrú og hindurvitni hafa fylgt jólunum svo lengi sem sögur fara af. Og enn í dag eimir eftir af mörgu slíku. Sennilega er það skammdegismyrkr- ið, sem náð hefur tökum á hug manna og vilt þeim sýn. Það var trú manna þegar í forneskju, að ýmsar illar vættir léki lausum hala um jólin og hefði þá meira vald yfir mönnum en ella. Ýmsar kynjaverur fóru bæ frá bæ í stórhópum með ránum og gripdeild- um. Voru það ýmist álfar eða afturgöngur, og þóttu þessar verur helst til fingralangar í jólaölið og jóla- matinn. í Danmörku var því trúað áður, að Oðinn sjálfur eða Freyja hefði forystu fyrir þessum óboðnu jólagestum.

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.