Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 37

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 37
35 um ennþá. Grísinn gróf sig niður í hálmhrúguna sína, teygði frá sér lappirnar og lá upp í loft. „Heyrðu núu, sagði hann við hrútinn, „nú verðurðu að tala hátt og skýrt, svo að ég heyri til þín hingað. Það er ekki laust við, að ég heyri hálfilla núna upp á síðkastið. Ég er hræddur um, að það hafi farið eitt- hvað í eyrun á méru. „Það væri líka rétt eftir þér að hafa eyrun full af skít, annað eins svín og þú ertu, sagði hrúturinn. En hesturinn sagði: „Ég vona, að þú takir ekki til þess, þó að ég standi. Ég er altaf verri af gigt- inni í afturfótunum, þegar ég ligg. Það gerir bann- settur súgurinn frá glugganumu. Og unga kýrin sagði: Eg vil helst ekki þurfa að leggjast heldur. Básinn minn er svo blautur og ó- sléttur, að mig óar við að leggjast á hannu. „Þið megið standa, þó að þið vildið á höfði, fyrir méru, sagði hrúturinn. „En þið verðið að þegja, því að ef þið takið fram í fyrir mér, þá missi ég þráð- innu. „Ég missi líka altaf þráðinnu, sagði haninn, „nema þegar ég gala á morgnanau. „Þú mistir þó ekki þráðinn í gær, þegar þú eltir hænurnar yfir bása og beislur og hvað sem fyrir varðu, svaraði hrúturinn. „Og ef þú lætur nokkurn- tíma eins ósiðsamlega oftar, þá hoppa ég fram úr krónni hérna og hætti ekki fyr en ég næ í þigu, Nú varð steinhljóð. Hrúturinn var sá eini, sem uppi stóð í kindakrónni. Hann jórtraði hugsandi góða stund á meðan hann var að komast á lagið. Loksins tók hann til máls á þessa leið: „Einu sinni var sú tið, að ekki var til eitt einasta

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.