Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 41

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 41
39 „Ójá, það er hætt við því,u sagði gamla kýrin með bjölluna og stundi við. Og nú varð þögn aftur. Hesturinn stundi á básnum sínum, grísinn og kind- urnar stundu líka. öll dýrin í fjósinu horfðu út í myrkrið og stundu. Að endingu tók hesturinn til orða og sagði: „Ég man það núna, að það er dálítið eftir af sög- unni, sem hrúturinn liefur ekki sagt ennþá. Það var gamli klárinn í stóra hesthúsinu, sem sagði okkur hana jólakvöldið sæla og bað okkur að setja hana vel á okkar. Og hann sagði, að við hrossin ættum að þjóna mönnunum og bera með þolinmæði og und- irgefni allar misþyrmingar og láta okkur ekki koma til hugar að bíta svo mikið sem eitt barn. Sá tími mun koma, að það rætist úr fyrir okkur. Þá kemur stór hestur, sem er sterkari enn allir menn til samans. Af faxi hans skín sól, og eldur brennur úr nösum. Og þegar hann hneggjar, verða þrumur og reiðar- slög um alla jörðina. Hann mun leysa öll dýr af bás- um sínum og stefna okkur öllum saman og flytja okkur aftur út á haglendin endalausu og inn í hlýju skógana. Þá munu birnir og vargar aftur eta gras, eggin liggja ósnert og höggormarnir hætta að spúa eitri. Og allir hestar, hversu litlir sem þeir eru, og hversu magrir og þrælkaðir sem þeir eru, þá skulu þeir verða eins og stóri hesturinn. Sól mun lýsa af faxi þeirra og eldur brenna úr nösum. Og þeir munu fá að hlaupa um endalausar slétturnar, frjálsir og óhindraðir.u „En hvenær kemur þá hesturinn með sólfaxið að sækja okkur?u spurði hrúturinn. „Ég vildi helst, að það yrði áður en ég verð borinn út og hverf.u

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.