Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 48

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 48
46 all maður, sem verið hafði vinnumaður hjá foreldrum hans. Gamli maðurinn fiutti honum sorgarfregn: „Hún móðir þín er látin! Eg færi þér síðustu bless- un hennar. Þú varst óskabarnið hennar. Nóttina eftir dreymdi hann stjörnuna. Hann sá alla englana og fólkið eins og áður. Og systir hans sagði við foringjann: „Er hann bróðir minn kominn?“ „Neiu, sagði foringinn, „en nú er hún móðir þín kominu. Allir englarnir hrópuðu af fögnuði, þegar móðirin fann aftur börnin sín bæði. Og ungi maðurinn rétti fram hendurnar, kallaði og sagði: „Móðir mín góð, systir mín og bróðir, ég er hérna. Takið þið mig til ykkar!u „Ekki ennu, svöruðu þau honum. Og enn þá var draumurinn á enda, og stjarnan skein inn til hans eins og áður. Arin liðu. Nú var hann orðinn fullorðinn maður. Hárið var að byrja að grána. Beygður af sorg og söknuði sat hann á stólnum sínum við eldinn. Hann hafði grátið, og var tárvott andlitið. Þá opnaðist stjarnan honum ennþá einu sinni. Hann heyrði systur sína segja við foringjann: „Er hann bróðir minn kominn?u „Neiu, svaraði hann. „En hún dóttir hans er kominu. Og fullorðni maðurinn, sem einu sinni var lítill drengur, sá nú dóttur sína, sem hann var nýbúinn að missa. Hún stóð hjá hinum þremur og var líka orðin að himneskum engli. Þá sagði maðurinn: „Nú hallar dóttir mín höfðinu að brjósti systur minnar og vefur örmunum um háls móður minnar, og við

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.