Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 3
Bygging Náttúruminjasafns, höfuð- safns þjóðarinnar í náttúrufræðum, er og hefur verið eitt aðalbaráttumál HÍN í áratugi. Stjórn félagsins heim- sótti á síðasta kjörtímabili mennta- og menningarmálaráðherra, um - hverf is- og auðlindaráðherra, borgar stjóra, formann borgarráðs o.fl. til að þrýsta á þetta mál og fékk allstað ar góðar móttökur. Auk þess virtist ríkja pólitískur einhugur á vettvangi stjórnmálanna um að núverandi staða safnsins væri óvið- unandi og skjótra úrbóta væri þörf. Málefni safnsins hafa tekið miklum vendingum á síðustu mánuðum. HÍN fagnaði innilega ákvörðun borgar ráðs þess efnis að kaupa Perluna á Öskjuhlíð af Orkuveitu Reykjavíkur og leigusamningi ríkis og borgar til 15 ára svo koma mætti upp náttúrusýningu í húsinu. Í Perlunni var stefnt að veglegri og nýstárlegri uppsetningu sem sæmdi íslenskri þjóð, gestum hennar og sérstæðri náttúru landsins, sýningu sem stæðist ítrustu kröfur um vís- indalegt upplýsingagildi og fagur- fræði. Á sama hátt er það félaginu harms efni að í nýframkomnu fjár- laga frumvarpi eru þessi áform sett í fullkomna óvissu. Þar eru fjárveit- ing ar til málsins skornar niður og að auki er samningur ríkis og borg ar enn óundirritaður. Flestir munu þó á sama máli og áður um að núverandi staða Náttúruminja- safns Íslands sé óviðunandi og að taka þurfi af einurð og festu á mál- efnum þess. Það má ekki líta svo á að sá niður- skurður sem blasir við setji málefni Náttúruminjasafnsins á upphafsreit. Góðar rekstraráætlanir hafa verið gerðar, gott húsnæði og fagur staður er í boði og öflugur forstöðumaður hefur verið ráðinn. Ríki og borg geta enn náð samkomulagi um aðstöðuna í Perlunni og þótt ekki verði farið af stað með sama glæsi- brag og að var stefnt má koma þar upp sýningu og hefja starfsemi safnsins í smærri skrefum og með hægari framgangi en ráðgert var en ná þó á leiðarenda í lokin. Gott og öflugt náttúruminjasafn er aðall og stolt hverrar stöndugrar þjóðar og dýrmætur fróðleiksbrunnur fyrir þegna og gesti viðkomandi lands. Í ljósi þess að Íslendingar byggja atvinnu sína og líf í landinu á náttúru þess í ríkum mæli, og ekki síður í ljósi þeirrar staðreyndar, að langflestir ferðamenn, sem sækja landið heim, gera það vegna náttúru þess, er hneisa að geta ekki boðið upp á vandað og veglegt höfuðsafn um náttúru landsins. Þessu eru allir í raun sammála, málið er ekki pólitískt í þeim skilningi og í gildi eru lög sem kveða á um að Nátúruminjasafn skuli starfrækt sem höfuðsafn ekki síður en Þjóðminjasafn og Listasafn Íslands. Það er vandséð að hag- kvæm ari kostur finnist fyrir Nátt- úru minjasafn en í Perlunni og þá er átt við fjárhag, skipulag og fram- kvæmdir. Þar fara saman hagsmunir ríkis og borgar. Það er líka öruggt að betri og veglegri staður finnst ekki. Náttúruminjasafn í Perlunni á Öskju- hlíð er miðlægt í höfuðborginni, í námunda við önnur höfuðsöfn þjóð arinnar, í ákjósanlegri nánd við háskólaumhverfið, á besta stað fyrir ferðamannaiðnaðinn og í órofa tengsl um við íslenska náttúru með höfuðborgarsvæðið og fjallahring þess allt um kring og jarðhitann og nýtingu hans hið næsta sér. Hér er því skorað á alla sem bera hag Náttúruminjasafns og íslenskra náttúrurannsókna fyrir brjósti að standa saman um áformaða upp- bygg ingu í Perlunni. Þegar safnið og sýningar þess fylla hið hvelfda rými Perlunnar breytist hún í sannkallaða náttúruperlu og allir munu bera lof á þá sem að því verki stóðu. Árni Hjartarson, formaður HÍN Náttúruperlan á Öskjuhlíð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.