Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 3
Bygging Náttúruminjasafns, höfuð-
safns þjóðarinnar í náttúrufræðum,
er og hefur verið eitt aðalbaráttumál
HÍN í áratugi. Stjórn félagsins heim-
sótti á síðasta kjörtímabili mennta-
og menningarmálaráðherra, um -
hverf is- og auðlindaráðherra,
borgar stjóra, formann borgarráðs
o.fl. til að þrýsta á þetta mál og
fékk allstað ar góðar móttökur. Auk
þess virtist ríkja pólitískur einhugur
á vettvangi stjórnmálanna um að
núverandi staða safnsins væri óvið-
unandi og skjótra úrbóta væri þörf.
Málefni safnsins hafa tekið miklum
vendingum á síðustu mánuðum.
HÍN fagnaði innilega ákvörðun
borgar ráðs þess efnis að kaupa
Perluna á Öskjuhlíð af Orkuveitu
Reykjavíkur og leigusamningi ríkis
og borgar til 15 ára svo koma mætti
upp náttúrusýningu í húsinu. Í
Perlunni var stefnt að veglegri og
nýstárlegri uppsetningu sem sæmdi
íslenskri þjóð, gestum hennar og
sérstæðri náttúru landsins, sýningu
sem stæðist ítrustu kröfur um vís-
indalegt upplýsingagildi og fagur-
fræði. Á sama hátt er það félaginu
harms efni að í nýframkomnu fjár-
laga frumvarpi eru þessi áform sett
í fullkomna óvissu. Þar eru fjárveit-
ing ar til málsins skornar niður og
að auki er samningur ríkis og
borg ar enn óundirritaður. Flestir
munu þó á sama máli og áður um
að núverandi staða Náttúruminja-
safns Íslands sé óviðunandi og að
taka þurfi af einurð og festu á mál-
efnum þess.
Það má ekki líta svo á að sá niður-
skurður sem blasir við setji málefni
Náttúruminjasafnsins á upphafsreit.
Góðar rekstraráætlanir hafa verið
gerðar, gott húsnæði og fagur staður
er í boði og öflugur forstöðumaður
hefur verið ráðinn. Ríki og borg
geta enn náð samkomulagi um
aðstöðuna í Perlunni og þótt ekki
verði farið af stað með sama glæsi-
brag og að var stefnt má koma þar
upp sýningu og hefja starfsemi
safnsins í smærri skrefum og með
hægari framgangi en ráðgert var en
ná þó á leiðarenda í lokin. Gott og
öflugt náttúruminjasafn er aðall og
stolt hverrar stöndugrar þjóðar og
dýrmætur fróðleiksbrunnur fyrir
þegna og gesti viðkomandi lands.
Í ljósi þess að Íslendingar byggja
atvinnu sína og líf í landinu á
náttúru þess í ríkum mæli, og ekki
síður í ljósi þeirrar staðreyndar, að
langflestir ferðamenn, sem sækja
landið heim, gera það vegna náttúru
þess, er hneisa að geta ekki boðið
upp á vandað og veglegt höfuðsafn
um náttúru landsins. Þessu eru allir í
raun sammála, málið er ekki pólitískt
í þeim skilningi og í gildi eru lög sem
kveða á um að Nátúruminjasafn
skuli starfrækt sem höfuðsafn ekki
síður en Þjóðminjasafn og Listasafn
Íslands. Það er vandséð að hag-
kvæm ari kostur finnist fyrir Nátt-
úru minjasafn en í Perlunni og þá
er átt við fjárhag, skipulag og fram-
kvæmdir. Þar fara saman hagsmunir
ríkis og borgar. Það er líka öruggt að
betri og veglegri staður finnst ekki.
Náttúruminjasafn í Perlunni á Öskju-
hlíð er miðlægt í höfuðborginni,
í námunda við önnur höfuðsöfn
þjóð arinnar, í ákjósanlegri nánd
við háskólaumhverfið, á besta stað
fyrir ferðamannaiðnaðinn og í órofa
tengsl um við íslenska náttúru með
höfuðborgarsvæðið og fjallahring
þess allt um kring og jarðhitann og
nýtingu hans hið næsta sér.
Hér er því skorað á alla sem bera
hag Náttúruminjasafns og íslenskra
náttúrurannsókna fyrir brjósti að
standa saman um áformaða upp-
bygg ingu í Perlunni. Þegar safnið og
sýningar þess fylla hið hvelfda rými
Perlunnar breytist hún í sannkallaða
náttúruperlu og allir munu bera lof
á þá sem að því verki stóðu.
Árni Hjartarson,
formaður HÍN
Náttúruperlan á
Öskjuhlíð