Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 17
17 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Niðurstöður og umræður Stærð, dýpi, lögun og gerð Í ágúst 2010 mældist Blávatn 0,12 km2 (118.076 m2) að flatarmáli (1. tafla). Blávatn er því í hópi um 1.650 stöðuvatna á landinu sem eru á stærðarbilinu 0,1–1,0 km2, en alls er talið að um 1.840 stöðuvötn á landinu séu um 0,1 km2 eða stærri.14 Meðaldýpi mældist 2,7 m og mesta dýpi 4,5 m (1. tafla, 3. mynd). Tölum um dýpi og þar af leiðandi rúmmál ber að taka með fyrirvara vegna þess að í ljós kom að ís lá að töluverðu leyti í vatnsskálinni. Botninn virtist m.a. vera þakinn ís að miklu leyti. Ef fram heldur sem horfir með hlýnandi veðráttu á ísinn eftir að bráðna tiltölulega hratt og vatnið að dýpka og stækka. Samkvæmt GPS-mælingum er Blávatn í 1.114 m h.y.s. og þar með er það líklega hæst íslenskra stöðuvatna yfir sjó. Öskjuvatn er næst á eftir Blávatni í 1.050 m h.y.s. Grímsvötn eru í um 1.400 m h.y.s. en þau teljast ekki til eiginlegra stöðuvatna heldur er um sigkatla að ræða sem fyllast og tæmast vegna áhrifa eldvirkni og jarðvarma. Vatnasvið Blávatns er afar lítið, ekki nema um 0,6 km2 (597.204 m2), eða um fimm sinnum stærra en sjálft vatnið, og markast af ytri gígbarmi Oksins, en út frá barminum hallar landi frá vatninu. Gígurinn er nær því að vera fullkomlega hringlaga (2. mynd) og er þvermál hans 872 m. Innri barmur Okgígsins afmarkar strandlengju Blávatns nema þar sem ís liggur meðfram austurströndinni og við sunnanvert vatnið þar sem barmurinn lækkar og skarð myndast í hann (4. mynd). Vatnið nær að einhverju leyti suður fyrir skarðið en erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi vatnsins þar vegna íssins sem liggur í skálinni. Hæð innri gígbarmsins er nokkuð jöfn við vatnið norðan- og vestanvert og nær hann þar allt að 20 m upp fyrir vatnið. Barminum hallar víðast hvar allskarpt niður að vatninu, á bilinu 30–50°, og þeim halla heldur gígbarmurinn áfram niður undir vatnsborðið svo langt sem auga fær séð. Það er því fremur aðdjúpt umhverfis mestan hluta strandlengjunnar. Innri gígbarmurinn og þ.m.t. fjörubeltið er að mestu úr laus- bundinni hraungrýtisurð með grjóti á stærðarbilinu 20–30 cm. Fjörugrjótið er fremur kantað, lítið veðrað, allhrufótt og þakið örsmáum holum á yfirborðinu (5. mynd). Slíkt 2. tafla. Efna- og eðlisþættir auk blaðgrænu í Blávatni. Leiðni er leiðrétt fyrir 25°C. – Physico- chemical factors and chlorophyll-a in lake Blávatn. Results are based on unsieved samples. Conductivity is corrected for 25°C. 4. mynd. Blávatn 24.8.2010. Horft í suðurenda vatnsins þar sem gígbarmurinn er lægstur. – Lake Blávatn on August 24th 2010. View to the south of the lake. Ljósm./ Photo: Oddur Sigurðsson. Dagsetning Date Vatnshiti Temp. °C Rafleiðni Conduct µS/cm Sýrustig pH Fosfór Tot-P µg/l Fosfat PO4-P µg/l Nitur Tot-N µg/l Ammóníak NH4-N µg/l Kísill SiO2 mg/l Kolefni TOC mg/l Blaðgræna-a Chlorophyll-a µg/l 18.7.2009 1,2 9 6,9 5 3 48 5 0,08 0,22 0,36 26.6.2010 1,5 14 6,7 24.8.2010 0,7 7 7,2 7 4 58 10 0,20 0,33 1,09 " 0,6 7 7,1 1,05 " 0,8 7 7,0 1,05 " 0,9 7 6,9 " 1,1 9 7,1 Meðaltal Average 0,8 7 7,1 1,06
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.