Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 21
21 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Í fjörubelti stöðuvatna hér á landi er iðulega að finna umtalsvert magn af hryggleysingjum á borð við vatnabobba (Radix balthica) og skordýr, s.s. lirfur rykmýs (Chir- onomidae) og vorflugna (Tricho- ptera).12 Engir fulltrúar framantaldra dýrahópa fundust í Blávatni og ekki fundust heldur fulltrúar annarra fylkinga sem algengar eru í stöðuvötnum, svo sem holdýra (Coelenterata), flatorma (Platyhel- minthes), þráðorma (Nematoda), mosadýra (Bryozoa) og liðorma (Annelida). Fjörudýraþurrðin í Blávatni ásamt tegundafátækt í vatnsbol og botnseti er í samræmi við það að vatnið er nýlega komið undan ís og snjó, líklega árið 2007 þegar fyrst var gengið fram á það. Skammur tími hefur því gefist fyrir lífverur til að nema vatnið og setjast þar að. Hvað bessadýrin áhrærir er þó allt eins líklegt að þau hafi verið til staðar á Okjöklinum þegar hann tók að bráðna og Blávatn myndaðist. Á meðal bessadýra er að finna mjög kuldakærar og lífseigar tegundir sem kunna best við sig í snjó og á jöklum þar sem þær geta komið fyrir í umtalsverðum mæli, einkum í álfavökum (e. cryoconite holes) og öðru yfirborðsvatni jökla.30,31 Rannsóknir hér á landi31 staðfesta jafnframt að bessadýr, auk þráðorma og mordýra (Collembola), þrífast ágætlega á jöklamúsum, hvellaga mosalífverum sem halda til á jöklum og eru vel kunnar á nokkrum skriðjöklum Vatnajökuls.2,32 Talið er að jöklamýs veiti smálífverum ákjósanlegt undirlag m.t.t. skjóls, hita og fæðu og stuðli þannig að landnámi smálífvera á hinum harðbýlu svæðum sem jöklar eru. Við Blávatn á Okinu hefur ekki orðið vart við jöklamýs, en mosavöxtur er til staðar, þótt rýr sé, í grjóturð á gígbörmum í kringum vatnið. Ef heldur fram sem horfir með hlýnun loftslags og bráðnun jökla2,33 má hins vegar fastlega gera ráð fyrir að rykmý, vorflugur og fleiri fljúgandi smákvikindi berist fljótlega ofan í vatnið bæði fyrir eigin afli og með vindi og taki sér þar bólfestu. Síðar meir má búast við að aðrir dýrahópar, s.s. vatnaflær (Cladocera), árfætlur (Copepoda) og lindýr (Mollusca), sem treglegar berast milli staða, a.m.k. upp í móti, bætist við fánuna. Auk þess að berast með veðri og vindum geta smágerð vatnadýr og egg þeirra borist milli staða með fuglum.34 Ekki varð vart við lifandi fugla við Blávatn í skoðunar- og rannsóknaferðunum, en á hinn bóginn fundust tveir dauðir spörfuglar í rannsóknarferðinni í ágúst 2010 og virtust þeir hafa legið lengi í ísnum (7. mynd a). Auk dauðu fuglanna fundust frosnar skordýrsleifar í ísnum, þ.e. leifar flugu af ætt hrossaflugna (Tip- ulidea) (7. mynd b). Þá var í ágúst 2007 einnig vart við vorflugur sem flögruðu um á snjónum ofan í gígnum. Bessadýrin og þyrildýrin má tvímælalaust kalla einkennisdýr Blávatns. Það sem einkennir þau öðru fremur er einkum þrennt – smæð, hæfileiki til að geta lagst í dvala og möguleikinn að geta fjölgað sér á mjög skilvirkan hátt. Þessi þrjú atriði skýra að miklu leyti af hverju þessi dýr, en ekki einhver önnur, þrífast við jafn erfið lífsskilyrði og ríkja efst á Okinu – í kulda og trekki. Spaðaþyrlan og sér í lagi mallakúturinn eru með minnsta móti, aðeins 80–320 µm á lengd, og bessadýrin einnig, ekki nema 100–1.200 µm að lengd.13,35–38 Vegna smæðarinnar eiga dýrin auðvelt með að berast milli svæða með veðri og vindum. Þau búa því yfir þeim eiginleika að geta numið ný lönd á auðveldari hátt en flest önnur dýr. Þá er meyfæðing vel þekkt meðal bessa- og þyrildýra38 en sá eiginleiki, að vera óháður einstaklingi af hinu kyninu, kemur sér mjög vel þar sem aðstæður eru erfiðar. Þriðja atriðið einkennir fyrst og fremst bessadýrin, en það er óvenjulegur hæfileiki þeirra til að þola öfgakenndar aðstæður í umhverfinu, jafnt fimbulkulda, sjóðandi hita, seltusveiflur og súrefnisþurrð.38,39 Aðlögun dýranna að slíku umhverfi kallast á ensku cryptobiosis og felst í því að geta lagst í dvala og hægt svo á lífsstarfsem- inni að nánast jaðrar við dauðadá, en lifnað síðan við þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi. Um þessar mundir eru rannsóknir á þessu fyrirbæri meðal bessadýra býsna vinsælar, einkum lífeðlisfræðin í tengslum við afvötnun (e. anhydro- biosis) og frystingu (e. cryobiosis), enda tengist viðfangsefnið gamal- grónum áhuga manna á mörkunum milli lífs og dauða, þ.m.t. áhuga á langtímageymslu lífvera og endurvakningu lífs.38 Bessadýrin eru fær um að leggjast í dvala og skipta yfir í þolham jafnt á fullorðins- sem fósturstigi. Fremur lítið er vitað um lífeðlisfræðina í tengslum við þetta ástand en ljóst er að við sögu koma m.a. líffæra- og lífefna- fræðilegar breytingar á líffærum og í líkamsvöka sem og frumu- og kjarnsýruviðgerðir.38,39 7. mynd. (a) Frostþornaður spörfugl og (b) frosin tvívængja af ættbálki hrossaflugna í ís við Blávatn þ. 24.8.2010. – (a) Frozen bird remains and (b) remains of an adult crane fly (Tipulidea) found on August 24th 2010 in the ice at lake Blávatn. Ljósm./ Photos: Hilmar J. Malmquist. a) b)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.