Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 27
27 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags er hopunin á þessu tíma bili nokkru minni eða um 1.400 m. Sveinn Pálsson kom í Morsárdal árin 1793 og 1794 og lýsir Morsár- jökli stuttlega í Jöklariti sínu.7 Svigður eða nokkurs konar árleg bönd voru mjög áberandi á yfirborði jökulsins, einkum framan af 20. öld. Um þær ritaði Sigurður Þórarinsson grein árið 1952.7 Svigðurnar eru áberandi á 7. mynd. Svigðurnar eru enn sýni legar þótt ekki séu þær jafn áberandi og áður. Árin 1952–1954 gerði hópur frá Nottingham-háskóla töluverðar rannsóknir á Morsár- jökli og skrifaði um þær.9,10 Þekkt- astur úr þessum rannsóknarhópi er Jack D. Ives sem hefur verið reglulegur gestur í Öræf um frá þeim tíma. Árið 2006 var botninn undir Morsár jökli kortlagður með íssjá (Helgi Björnsson og Eyjólfur Magnús- son, óbirt gögn) en niður stöður frá þeim mælingum eru notaðar til að sýna berggrunninn undir jöklinum á 6. mynd. Yfirborð bergsins undir tók að myndast um 1950 en hefur stækkað eftir því sem jökullinn hopar. Oft má sjá ísjaka á lóninu enda er jökulsporðurinn á floti þar sem hann nær út í lónið. Brött fjöll eru beggja vegna jökulsins. Miðfell, sem rís hæst í Miðfellstindi (1.430 m), er að norðvestanverðu en suð aust an skriðjökulsins er mikill fjall garður sem nær mestri hæð í Skarða- tindi (1.385 m). Staða jökulsporðsins og þykkt jökulsins hefur breyst töluvert frá því að farið var að fylgj- ast með honum snemma á 20. öld. Staða sporðsins var fyrst kortlögð árið 1904 og upplýsingarnar birtar á herforingjaráðskorti ári seinna. Reglu legar mælingar hafa verið gerðar á stöðu jökulsporðsins frá 1932 og niðurstöðurnar birtar í árs- riti Jöklarannsóknafélags Íslands, Jökli (4. mynd). Við lok litlu ísaldar, um 1900, var framrás Morsárjökuls í hámarki og árið 1904 náði hann fram á jökulgarð sem er áberandi þar sem Kjósarlækur rennur og sam einast Morsá. Frá 1904 fram til 2012 hopaði jökullinn um 1.400–1.650 m. Hop- un in er mismikil eftir því hvort mið- að er við sporðinn norðanverðan, sunnanverðan eða miðjan. Frá 1904 og til um 1955 hopaði jökullinn um nærri þúsund metra. Frá 1955 til dags ins í dag hefur jökullinn hopað kringum 600 m til viðbótar en á þessu tímabili hefur jökullinn þó einnig gengið stuttlega fram um tíma. Þannig hopaði jökullinn sam kvæmt mælingum svo til hvert ár frá 1932 til 1973. Þá tekur hann að ganga fram allt til 1986 en breytingar eru síðan litlar fram til um 2000. Eftir það hefur jökullinn hopað. 5. mynd sýnir stöðu sporð- sins á mismunandi tímum frá upphafi 20. aldar og á 6. mynd má sjá langsnið af Morsárjökli og hvernig hann hefur hopað og þynnst frá 1904 til 2011. Á þessum 107 árum hefur jök ullinn hopað um 1.550 m, miðað við línuna sem notuð er, og þynnst um allt að 200 m. Sé miðað við mið bik sporðsins 5. mynd. Staða jökulsporðs Morsárjökuls árin 1904, 1946, 1969 og 2003. Byggt á herforingjaráðskorti frá 1905 og loftmyndum frá Landmælingum Íslands. – Location of the margin of Morsárjökull in 1905, 1946, 1969 and 2003. Based on a topographic map from 1905 and aerial images from the National Land Survey of Iceland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.