Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 30
Náttúrufræðingurinn 30 á urðinni í maí 2007 kom ekkert í ljós sem benti til þess að berghlaupið hefði orðið í tveimur hlutum. Fyrir viðbótarhruni þennan dag í apríl eru færð þau rök að órói við jökulinn hafi komið fram á skjálftamælum. Þetta staðfestir hversu varasamt er að draga ályktanir um skriðuföll við jökla út frá jarðskjálftagögnum. Uppruni, umfang og ástæður þess að berghlaupið féll Berghlaupið á uppruna í snarbrattri hlíð, sem veit mót norðvestri, yfir innsta hluta Morsárjökuls, skammt frá eystri ísfossinum. Hlíðin er ekki sýnileg neðan úr Morsárdal eða frá Kristínartindum. Svæðið er nafn- laust en er undir Þorsteinshöfða og fyrir innan Birkidal. Berghlaupið féll niður á brattan jökulinn neðan við ísfossinn. Þar sem skriðjöklar hafa að jafn- aði verið á undanhaldi síðustu ára- tugi mætti ætla að hægt væri að skýra berghlaupið á þann hátt að jökull, sem liggur upp að hlíðinni, hefði hopað. Hún hefði þar með tapað stuðningi og gefið sig með þess um afleiðingum. Svo er þó ekki. Þrátt fyrir mikla breytingu á jökul sporðum og þykkt neðri hluta skrið jökla síðustu áratugi þá á hið sama ekki alltaf við um efri hluta jökla. Jökullinn undir hlíðinni, þar sem berghlaupið féll, hefur ekki þynnst frá árinu 1953 og lítið frá árinu 1942. Hér varð hins vegar nokkur þynning á fyrstu áratugum 20. aldar. Út frá þeim gögnum sem fyrir liggja dugar sú þynning ekki til að hægt sé að skýra að jökullinn hafi haldið að fyllunni sem losnaði í berghlaupinu. Morsárjökull hefur grafið sig niður um árþúsundir, mótað landið og skilið eftir brattar fjallshlíðar. Þetta skapar aðstæður fyrir berg- hlaup og skriðuföll en breytingar á jöklinum síðustu áratugi tengjast ekki berghlaupinu með beinum hætti. Bæði hefur þynning jökulsins undir hlíðinni verið óveruleg og eins liggur brotsárið mun hærra í hlíðinni. Bergið neðst í klettunum, yfir jökulbrekkunni, er því sem næst óbreytt fyrir og eftir hlaupið. Miklir veikleikar voru og eru í fjallshlíðinni þar sem berghlaupið varð. Hér koma saman nokkrar syrp ur af ólíkum berggerðum svo sem bólstrabergi, þursabergi, mó - bergi og hraunum. Jóhann Helga- son jarðfræðingur hefur kortlagt berggrunn svæðisins og telur hann bergið í þessari hlíð vera yngra en 790 þús. ára gamalt (rétt segul- magnað frá Bruhnes tíma).11 Auk þess sem í hlíðinni koma fyrir fjölmörg skil milli berggerða þá er hún sundurskorin af berggöngum og sprungum með stefnu sem er nálægt austur-vestur. Sprungurnar eru ekki fjarri því að vera samsíða hlíðinni. Einnig er nokkuð um sprung ur sem ganga þvert á þessa stefnu eða norður-suður. Það eru þessir veikleikar í fjallinu sem eru grunnástæða fyrir berg- hlaup inu. Hvað kom því síðan af stað er ekki fyllilega ljóst en það geta hafa verið þættir eins og smá vægi legar hreyfingar tengdar ísfoss unum, skriði jökulsins eða veður skil yrði. Í fyrstu vettvangsferð var nokkuð erfitt að meta staðsetningu og um fang brotsársins þótt staðið væri undir hlíðinni. Þó voru brotfletir augljósir á nokkrum stöðum sem og ummerki eftir farveg hlaupsins. Þann 9. ágúst 2011 var hlíðin ljós- mynduð úr flugvél frá sama stað og Mats Wibe Lund tók mynd 5. september 1991. Með samanburði var hægt að ákvarða brotsárið með nákvæmni og eru niðurstöðurnar teiknaðar inn á 9. mynd. Bergspildan, sem losnaði, er í 660 til 1.010 m hæð yfir sjó. Sárið er óreglulegt og breiddin á bilinu 200 til 300 m. Bergið er nærri því lóðrétt í efri hluta sársins og á kafla liggur það um brún hryggjar. Þegar berghlaupsurðin var kort- lögð í maí 2007 var hún þykktar- mæld jafnframt því sem flatarmál var ákvarðað. Rúmmál bergsins var um 1.960.000 m3 eða um 5,1 milljón tonn. Þessu til viðbótar er áætlað að íshrunið í brekkunni hafi náð að kaffæra um 155.000 m3 eða 0,4 milljón tonn af efsta hluta urðarinnar. Samtals telst berghlaupið því vera um 2,1 milljón m3 eða 5,5 milljón tonn. Að meðaltali hefur spildan, sem brotnaði úr hlíðinni, verið um 30 m þykk. Þykktin hefur hins veg ar verið breytileg eftir staðsetn- ingu innan sársins. Jaðrar urðarinnar voru ekki nema 0,5–3,0 m háir við fyrstu mælingu. Hæstur var jaðar urðarinnar neðst þar sem hann var að jafnaði um 2,0–2,5 m hár. Stór bergbrot skáru sig víða úr enda voru einstaka björg allt að 8–9 m löng (10. mynd). Þykkt urðarinnar var könnuð víða. Niður staðan var að urðin væri að meðal tali 2,7 m þykk þegar búið er að um reikna hana yfir í fast berg. Flatar mál urðarinnar reyndist vera 719.500 m2. Þessu til viðbótar kem ur sá hluti sem íshrunið náði að kaffæra af efsta hluta urðarinnar. Flatarmál þess svæðis er áætlað um 73.000 m2. Urðin hefur því alls þakið um 790.000 m2. 10. mynd. Mikið er um stór bergbrot í urðinni líkt og þetta 250 tonna bjarg. – The debris contains a lot of large boulders like this one that is around 250 tons. Ljósm./Photo: Jón Viðar Sigurðsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.