Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 31
31 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Í greininni sem birtist nýverið um berghlaupið í Náttúrufræð- ingn um er gefin afar ólík mynd af staðsetningu og stærð brotsársins og umfangi hlaupsins en þar er brotsárið sýnt nærri tvöfalt stærra en það er í raun og veru. Ekki reynd- ist hægt að meta hvar brot sárið lægi nákvæmlega þótt hlíðin væri skoðuð í návígi í maí 2007. Greining á ljósmyndum teknum á jörðu niðri og loftmyndum gaf heldur ekki góða mynd af legu sársins þótt auðveldlega mætti draga ályktun um að það væri mun stærra en raun bar vitni. Eina leiðin var að taka vandaða ljósmynd af hlíðinni úr flugvél frá nákvæmlega sama stað og Mats Wibe Lund tók mynd sína af hlíðinni árið 1991. Þetta tókst í ágúst 2011 og þá fyrst var hægt að draga línu sem afmarkar það svæði sem brotnaði úr hlíðinni og hér er birt. Í greininni er áætlað að rúmmál hlaupsins sé um 4–4,5 milljónir m3 eða um 10–12 milljónir tonna. Þetta er áætlað út frá landlíkani og eru tvöfaldar þær tölur sem hér eru birtar. Í maí 2007 var flatarmál urðar innar mælt á vettvangi auk þess sem hún var þykktarmæld með þokkalegri nákvæmni enda var sumarbráðnun á jöklinum ekki hafin. Hér er því um beinar mæl- ing ar að ræða auk þess sem magn- tölurnar ríma vel við brotsárið eins og það er í raun og veru. Breytingar á sporði jökulsins undan farna áratugi segja sína sögu en fleira þarf að skoða til að fá heildarmynd á breytingum jökuls- ins. Er Jack D. Ives var við vinnu innst á Morsárjökli sumarið 1953 tók hann ljósmyndir af hlíðinni þar sem berghlaupið féll. Myndirnar sýna að jökulbrekkan undir hlíðinni hefur ekki lækkað frá þeim tíma allt þar til berghlaupið féll. Skýringin er sú að hér eru upptök Morsárjökuls undir ísfossunum þar sem jökulís frá Vatnajökli fæðir jökulinn. Breyt- ingar á Vatnajökli hér og ísfossunum eru ekki nándar nærri jafn miklar og á sporði Morsárjökuls. Myndir Ingólfs Ísólfssonar af Morsárjökli frá 1942 sýna hlíðina ekki en af þeim má þó ráða að breyting á þykkt jökulsins hafi ekki verið mikil frá 1942 til 1953. Ljóst er þó að jökullinn hefur þynnst nokkuð á fyrstu áratugum 20. aldar. Þetta staðfestir að ekki sé hægt að skýra berghlaupið með hraðri hörfun Morsárjökuls á síðustu árum og áratugum. Hrun sem varð úr öðrum stað í hlíðinni árið 2009 eða 2010, og nánar verður vikið að síðar, sýnir einnig að hopun jökuls þarf ekki að koma til. Þar hefur jökull ekki hald ið að hlíðinni við brotsárið frá því á ísöld en sömu sprungur liggja um sárið og þann stað þar sem stóra berghlaupið varð. Berghlaupsurðin Berghlaupið skall á brattan jökul, sem hulin er ísmulningi, í 560–625 m hæð yfir sjó, 300–550 m suðvestan við eystri ísfoss Morsárjökuls. Halli ísbrekkunnar er um 13° þar sem berg hlaupið lendir. Brekkan er nokkru brattari ofar og nær upp í um 800 m hæð undir klettabeltinu þar sem ísinn fellur fram af hengi- fluginu. Yfirborð brekkunnar er þak ið ísmulningi sem stöðugt bæt- ist við eftir því sem ísinn mjakast fram af brúninni. Stundum falla stór ísstykki sem mynda skriður niður brekkuna. Þessi brotni ís frá hruninu nær niður í um 490 m hæð yfir sjó en þar fyrir neðan er harður jökulís. Undir yfirborði í brekkunni er ísinn sömuleiðis ummyndaður í harðan jökulís. Gera má ráð fyrir að um 20–30 þús. m3 af ís falli að jafn aði niður eystri ísfossinn á sólar- hring, breytilegt eftir árstíma. Í fyrstu vettvangsferð var skriðu- urðin mæld. Jaðar hennar var kort- lagður, þykkt metin, berggerðir og kornastærð könnuð ásamt því sem urðin og brotsárið voru ljósmynduð. Það vakti sérstaka eftirtekt hversu vel afmarkaður jaðar urðarinnar var. Varla var nokkurs staðar stein að sjá sem kastast hefði út fyrir eða fram fyrir jaðar hennar. Þetta bendir til 11. mynd. Loftmynd af berghlaupsurðinni frá 6. ágúst 2007. Flæðilínur samhliða rennslisstefnunni eru áberandi. Grófara efni er gjarnan nær jöðrum. Yfirborð efsta hluta skriðunnar endurspeglar íshrunslandslag jökulsins undir. – Aerial photo of the rock ava- lanche debris taken on August 6 2007. Flowlines are apparent. Coarse fragments are more frequent along the rim of the debris. The upper part of the debris resembles the ice-avalanche form of the glacier below. Ljósm./Photo: Loftmyndir ehf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.