Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 32
Náttúrufræðingurinn 32 þess að urðin hafi ekki farið í loft- köstum yfir skriðjökulinn heldur skrið ið samfellt niður eftir nokkuð sléttu yfirborði hans án þess að valda rofi. Þessu mætti einna helst líkja við að sírópi hefði verið hellt niður á hallandi flöt þótt hraðinn væri þó meiri. Glögglega má sjá rennslismunstur og að flæðið hefur verið mest í gegnum urðina miðja þar sem sjá má merki um farvegi sem myndast hafa eftir að urðin til hliðar hefur hægt verulega á sér eða stöðvast. Þetta kemur glögglega fram á loftmynd (11. mynd). Bergbrotin hafa fallið á miklum hraða niður bratta hlíðina 40–370 hæðarmetra, uns þau lentu neðst í hlíðinni og streyma áfram út á bratta ísbrekkuna sem hallar niður til vinstri, þvert á fjallshlíðina. Eftir það tekur urðin að renna út á ísbrekkuna og niður eftir henni. Hér hefur hraðinn verið takmarkaður sem sést af því að urðin leitar ekki langt út á ísbrekkuna heldur sveigir strax niður undan halla. Urðin dreif ir þó úr sér eftir því sem neðar dregur í brekkunni. Þegar hún nær urðarrananum á miðjum jökli og skellur þvert á hann, eftir um 750 m rennsli yfir og niður ísbrekkuna, er hún ekki öflugri en svo að hún sveigir niður með rananum þótt ekki sé hann nema um 3–5 m hár. Nokkru neðar hefur rennsli urðar- inn ar þó verið meira og þar náði hún rétt svo að komast yfir 2–4 m háan urðarranann á kafla. Grófara efni hefur einkum náð að safnast nálægt jöðrum urðarinnar. Engin efnis keila hleðst upp undir fjalls- hlíðinni sökum bratta ísfannarinnar heldur flæðir efnið niður jökulinn og myndar lag sem er tiltölulega þunnt. Yfirborð jökulsins var nokk uð slétt á þeim kafla þar sem urðin dreifði úr sér. Það er einna helst urðarraninn á miðjum jökli og nokkrar sprungur austan við neðsta hluta urðarinnar sem skera sig úr. Undir efsta hluta skriðuurðarinnar ber yfirborð jökulsins merki um ísskriður sem falla niður brekkuna. Yfirborð urðarinnar endurspeglar þetta form eins og sjá má á loftmynd sem tekin var 6. ágúst 2007 (11. mynd) enda var þykkt hennar ekki mikil. Víða mátti sjá beran ís, eink um í efsta hluta urðarinnar, þegar hún var skoðuð í maí 2007. Erfitt er að meta hversu hratt urðin hefur skriðið niður eftir jöklinum. Þegar skriður sem þessar renna yfir skriðjökla stöðvast þær að lokum snögglega vegna viðnáms þegar hrað inn fer undir ákveðin mörk.12 Er berghlaupið skellur á ísbrekk- una tekur það að dreifast niður og yfir ísinn. Í tæplega 500 m hæð er komið niður fyrir þá hæð sem íshrun frá jökulfossinum nær að hylja. Örlitlu neðar minnkar bratt inn og stærsti hluti urðarinnar frá berghlaupinu þekur jökulinn á svæði þar sem hallinn er um 5,5°. Þegar komið var að urðinni þann 27. maí 2007 var efsti hluti hennar í 513 m hæð yfir sjó en efnið þar fyrir ofan var hulið af ísi. Þaðan voru 1.368 m í loftlínu niður að neðri brún urðarinnar og þar sem hún staðnæmdist í 362 m hæð yfir sjó (12. mynd). Frá þeim stað eru um 2,1 km að efsta hluta brotsársins í loftlínu eftir leið hlaupsins. Hámarks breidd urðarinnar var um 610 m (13. mynd). Samsetning berghlaups urðar- inn ar er forvitnileg og endurspeglar hún ólíkar berggerðir sem mynda hlíðina þaðan sem hlaupið er ættað. Á kafla er mikið um stór björg úr bólstrabergi. Bólstrabergið er sér- stakt þar sem gasblöðrur í einstaka bólstrum hafa raðast í marga hringi. Vatn hefur síðar seitlað um bergið og geislasteinar myndast í blöðr- un um. Þá eru gjarnan stórar gas- blöðrur í kjarna bólstranna sem steind ir hafa fallið út í. Þar ber mest á stórum ljósgulum, lagskiptum, útfellingum úr thomsoníti sem eru allt að 10 kg þungar. Þetta er sýnt á 14. og 15. mynd. Þá er mikið af um mynd uðum hraunlögum, göng- um, móbergi og þursabergi. Bergbrotin í urðinni veðrast hratt og brotna niður. Þannig var farinn að myndast jarðvegur í urðinni nokkrum árum eftir berghlaupið. Plöntur náðu fótfestu í urðinni 13. mynd. Horft niður yfir urðina í átt að Morsárdal. Kristínartindar t.v. og Miðfell t.h. – A view down the debris towards Morsárdalur. Kristínartindar to the left and Miðfell to the right. Ljósm./Photo: Jón Viðar Sigurðsson. 12. mynd. Framjaðar urðarinnar í 362 m hæð, maí 2007. Fíngerða efnið næst er urðarraninn. 17. mynd sýnir þennan jaðar árið 2009. – The front end of the debris at 362 m a.s.l. in May 2007. The medial moraine is in the foreground. Image 17 shows the same location in 2009. Ljósm./Photo: Jón Viðar Sigurðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.