Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 33
33 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags sumar ið 2011 og bar þar mest á hol- urt og blásveifargrasi (16. mynd). Berghlaup (bergflóð) sem þetta eru sérstök þar sem urðin hleypur töluverða vegalengd á sléttu eða lítið hallandi yfirborði eftir að hafa fallið niður bratta fjallshlíð. Í raun mætti kalla upphafsatburðinn, þeg- ar bergfyllan hrapar niður fjalls hlíð- ina, berghlaup en hlaup bergbrot- anna niður eftir jöklinum bergflóð. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til að skýra bergflóð svo sem með myndun loftpúða undir berg- brotunum,13 blöndun bergbrota við loft þannig að efnið verði því sem næst fljótandi (e. fluidization)14 og sjálf s murningu bergbrotanna.15 Ekki hefur þó tekist að skýra eðli bergflóða að fullu en ljóst er að berg brotamassinn hegðar sér líkt og vökvi. Bráðnun jökulsins Morsárjökull liggur lágt. Sporður hans er í um 170 m hæð yfir sjó og aðeins lítill hluti er í yfir 500 m hæð. Þótt sumarið sé stutt er yfirborðs- bráðnun jökulsins mikil, sérstaklega á neðri hluta hans. Mikil hlýindi eru að jafnaði yfir sumarmánuðina og hnúkaþeyr er algengur. Að sama skapi er bráðnun lítil yfir veturinn enda hverfur jökullinn í skugga stóran hluta ársins þar sem há fjöll skyggja á sólu. Bráðnunin er mest á tímabilinu júní–september. Þegar skriðan var skoðuð í maí 2007 reyndist nær enginn munur á bráðnun íssins eftir því hvort hann var undir hlaupurðinni eða ekki. Örlítið vottaði fyrir því við neðri enda urðarinnar en þar virtist sem ísinn undir urðinni væri fáeinum sentimetrum hærri en utan hennar. Á öðrum stöðum við jaðar skrið- unnar sást hvergi votta fyrir mun. Þetta bendir til þess að lítil sem engin yfirborðsbráðnun hafi orðið frá því að berghlaupið varð og fram í lok maí. Hér áttu eftir að verða breytingar. Við mælingar á urðinni í maí 2009 var ísinn undir jaðri hennar neðst orðinn 15 m hár. Í júlí 2010 var ísinn undir jaðrinum neðst orðinn 22 m hár og í september 2011 var hæðin 35 m (17. og 18. mynd). Jaðrar skriðunnar „hækka“ því miðað við umhverfið sökum mismunar á bráðnun íssins. Hæð jaðarsins er mest fremst. Verulega hefur dregið úr þessari „hækkun“ jaðra skrið unnar eftir árið 2011. Þannig hækk aði ísstallurinn undir skriðunni neðst aðeins úr 35 m í 37 m frá september 2011 til apríl 2013. Það bendir til þess að verulega hafi dregið úr bráðnun jökulsins eða að bráðnun íss undir skriðunni hafi aukist. Ef ísinn bráðnar nær eingöngu yfir sumarið (júní–september) má reikna með að í um 350 m hæð yfir sjó nemi þynning jökulsins um 80 mm á sólarhring að jafnaði á tíma- bilinu 2007 til 2011. Sumarið 2009 fór að bera á því að hryggir væru að myndast við jaðra skriðuurðarinnar en urðin væri lægri á öðrum stöðum. Þannig er eins og hrygglaga hringur liggi eftir jaðri urðarinnar. Þetta hef ur verið mjög áberandi frá og með árinu 2011. Þessi einangrunaráhrif urðar- inn ar hafa valdið því að hún lítur 16. mynd. Holurt og blásveifargras í berghlaupsurðinni sumarið 2012. – Sea Campion and Glausous Meadow-grass in the rock avalance debris in the summer of 2012. Ljósm./Photo: Ulrich Wozniak. 14. mynd. Í urðinni er töluvert af sérkenni- legu bólstrabergi. Við storknun hafa mynd- ast belti af gasblöðrum sem holufyllingar hafa síðan sest í. Í miðju margra bólstranna er stór hola með útfellingum. – Altered pil- low lava is common in the debris. During solidification the gas in the magma has formed bands of pours that have later filled with zeolites. A large mineral-filled hole is in the center of many of the pillows. Ljósm./ Photo: Jón Viðar Sigurðsson. 15. mynd. Bólstraberg með holufyllingu í kjarna. – Pillow lava with secondary miner- als in the core. Ljósm./Photo: Fanney Ósk Gísladóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.