Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 36
Náttúrufræðingurinn 36 kann að valda aukn um skriðhraða yfir sumartímann. Við mælingar hópsins frá Notting ham-háskóla árið 1953 kom í ljós að skriðhraðinn jókst í kjölfar mikillar úrkomu.5 Mælingarnar nú benda til þess að skriðhraði jökulsins við urðina sé að jafnaði um 32–33 cm á sólarhring yfir sumarmánuðina en um 17 cm á sólarhring á tímabilinu október til maí. Sjálfvirkri GPS mælistöð var komið fyrir í berghlaupsurðinni sumarið 2012 og mun hún gefa nákvæmari mynd af hreyfingum jökulsins. Frá 27. maí 2007 til 5. október 2013 eða á 76 mánuðum hafði neðri brún urðarinnar færst fram með jöklinum um 551 m eða að meðaltali um 23,8 cm á sólarhring yfir tíma bilið. Berghrun árið 2009 eða 2010 Í rannsóknarferð í júlí 2010 kom í ljós að bergfylla hafði brotnað úr klettanefi í 705–810 m hæð rétt utan við þann stað þar sem berghlaupið varð. Þetta hafði gerst eftir næstu ferð á undan sem farin var í maí 2009. Bergfyllan hefur verið um 150.000 tonn og féll efnið niður á jökulinn. Í brotsárinu eru greinileg ummerki um lóðréttar sprungur með stefnuna austur-vestur og norður-suður. Bergið hefur losnað um þessar sprungur. Líklega hefur berghlaupið nokkrum árum áður haft einhver áhrif á að um bergfyll- una losnaði. Skil milli berggerða eiga hér líka einhvern þátt. Mikið er um opnar sprungur á þessum stað og reyndar einnig inni á því svæði sem stóra berghlaupið er ættað frá. Líkur á frekara hruni eru því miklar. Klettanefið er sýnt á 21. mynd. Að lokum Berghlaupið við Morsárjökul er um margt sérstakt og því áhugavert rannsóknarefni. Engar sögur fara af sambærilegum umbrotum hér á landi. Steinsholtshlaupið árið 1967, sem einnig féll á skriðjökul, hafði gjörólík áhrif. Þótt margt sé á huldu og annað bíði frekari rannsókna hefur tekist að fá góða mynd af atburðinum og umfangi hans. Þá gefur þessi óvænta sending efnis niður á jökulinn gott tækifæri til 20. mynd Útlínur skriðuurðarinnar eru dregnar með grænni línu sem sýnir staðsetningu og lögun hennar þann 27. maí 2007. Útlínur skriðunnar árin 2009, 2010 og 2011 eru merktar með fjólubláum, bláum og rauðum lit. Á 76 mánuðum, frá 2007 til 2013, hafði skriðan færst með jöklinum um 551 m eða 23,8 cm á sólarhring að jafnaði. Brotsárið er merkt með appelsínugulum lit. – The rim of the debris on May 27 2007 is marked with a green line compared with the location of the rim in 2009, 2010 and 2011 marked with lines in purple, blue and red colour. In 76 months from 2007 to 2013 the debris front had moved some 551 m or 23.8 cm on average per day. The origin of the rock avalanche is marked with an orange line. Grunnkort frá Landmælingum Íslands/basemap from the National Land Survey of Iceland.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.