Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 39
39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Merkingar og þétt leika mat
á grjótkrabba við ísland
Inngangur
Fjölmargar sjávarlífverur hafa borist
víðsvegar um heimshöfin með reka-
við og öðrum fljótandi hlutum um
langan aldur. Í dag er flutningur
líf vera milli fjarlægra hafsvæða að
mestu leyti af manna völdum, en
ekki með náttúrulegum hætti eins
og áður var, og hefur stóraukist með
umfangsmiklum sjóflutningum
á 20. öldinni.1,2 Þrátt fyrir að
hlutfallslegt vægi farleiðanna sé
breytilegt bæði í tíma og rúmi er
teg undaflutningur með kjölfestu-
vatni skipa og á skipskrokkum trú-
lega veigamesti þátturinn í flutn-
ingi framandi sjávarlífvera í dag.3,4
Áætl að er að skipafloti heimsins geti
flutt hnattrænt á milli 3.000–10.000
tegundir með kjölfestuvatni dag
hvern.5 Mörg dæmi eru um land-
nám sem líklega hafa orðið með
þess um hætti.6,7,8
Grjótkrabbinn (Cancer irroratus)
er nýr landnemi við strendur Íslands
(sjá rammagrein). Tegundin fannst
fyrst hér við land árið 2006,9 en nátt-
úruleg útbreiðsla krabbans er við
austurströnd Norður-Ameríku, frá
Suður Karólínu í suðri til Labrador
í norðri.10 Ísland er eini þekkti
fundarstaður krabbans í Evrópu til
þessa, en talið er líklegast að teg-
und in hafi borist hingað til lands
á lirfustigi í kjölfestuvatni skipa.9
Náttúruleg útbreiðsluaukning er
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er nokkuð stórvaxinn krabbi sem fannst
fyrst hér við land árið 2006. Náttúruleg heimkynni krabbans eru við
austurströnd Norður-Ameríku, en hann barst að líkindum til Íslands
í kjölfestuvatni skipa. Síðan 2006 hefur grjótkrabbinn fundist víða við
Vesturland og nýlega einnig við Vestfirði. Sumar og haust árið 2011 beindust
rannsóknir einkum að því að kanna staðbundinn þéttleika grjótkrabbans
í Faxaflóa og Hvalfirði. Fjallað verður um tvær merkingatilraunir sem
annars vegar fóru fram í Hvalfirði um mánaðarmótin maí–júní og hins
vegar á Sundunum við Reykjavík í seinnihluta septembermánaðar 2011.
Að auki voru sniðtalningar framkvæmdar af köfurum í júlí og október
2011. Við merkingarnar voru notuð hefðbundin tölusett T-merki, en
vandkvæði við merkingar á krabbadýrum eru fólgin í því að merkin duga
yfirleitt ekki nema að næstu hamskiptum. Merkingarnar gefa því einungis
upplýsingar um skammtímafar en þær má einnig nota til að átta sig á
stofnstærð. Merktir voru 139 krabbar í Hvalfirði og 1.167 á Sundunum.
Endurheimtuhlutfall í gildrur var lágt í báðum tilraununum, en hlutfall
kvendýra í afla var nokkuð hátt og voru mörg þeirra með áföst egg í júní.
Minna veiddist af öðrum krabbategundum.
1. mynd. Grjótkrabbi með tölusett T-merki. − Rock crab with T-bar anchor tag. Ljósm./Photo:
Óskar Sindri Gíslason
Óskar Sindri Gíslason, Jónas Páll Jónasson,
Jörundur Svavarsson og Halldór Pálmar Halldórsson
Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 39–48, 2013
Ritrýnd grein