Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 41
41 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags brýnt að meta þéttleika hans, bæði vegna mögulegrar nýtingar og til að fá mynd af hugsanlegum áhrifum hans á lífríki á botni sjávar. Merkingar og endurheimtur hafa mikið verið notaðar í rannsóknum á stofnstærð lífvera allt frá árinu 1896.23 Þessar aðferðir eru sérstak- lega hentugar við rannsóknir í sjó, því þar eru beinar athuganir oft á tíðum mjög erfiðar. Að auki eru tilrauna- og atvinnuveiðar sniðnar að því að fanga tiltekna tegund sem hjálpar til við að gera stofnmatið áreiðanlegra. Stofnmat með merk- ing um og endurheimtum hefur tölu vert verið notað við rannsóknir á kröbbum.24-30 Sniðtalningar hafa jafnframt lengi verið notaðar til stofn mats eða allt frá árinu 1939.31 Aðferðina er bæði hægt að nota á láði og í legi og hefur henni verið beitt á fjölda tegunda,30–35 en kostir þess að nota sniðtalningar eru þeir að oft er hægt er að komast yfir nokkuð stór svæði með litlum til- kostnaði, ekki er nauðsynlegt að snerta lífverurnar og annað óháð mat fæst til samanburðar við t.d. merk ingar og endurheimtur.36 Í þessum rannsóknum var leitast við að leggja grunnmat á stofnstærð grjótkrabba í innanverðum Faxaflóa og í Hvalfirði með ofangreindum aðferðum. Efni og aðferðir Veiðar og merkingar Alls voru þrjár gerðir af gildrum notaðar við veiðar, annars vegar ferhyrndar gildrur með inngöngu- op á sitthvorum enda (Carapax®; H = 30 cm: L = 80 cm: B = 40 cm: rúm mál = 0,096 m3, möskvastærð = 4,8 cm) og hins vegar tvær stærðir af kónískum gildrum með inngönguop ofan á gildru (kónísk- lítil, H = 48 cm: r1 = 54 cm: r2 = 28,5 cm: rúmmál = 0,265 m3: möskva- stærð = 7,0 cm; kónísk-stór, H = 53 cm: r1 = 63,5 cm: r2 = 35 cm: rúm- mál = 0,415 m3: möskvastærð = 7,0 cm) (2. mynd). Allir veiddir krabbar voru kyn- greind ir, lengdar- og þyngdarmældir auk þess sem allir grjótkrabbar voru merktir með tölusettu T-merki (T-bar tags). Einu merki var skotið í hvern krabba, aftarlega í skil efri og neðri skjaldar dýranna (3. mynd). Öllum kröbbum var svo sleppt í um 50 m fjarlægð út frá sniðinu þar sem þeir veiddust. Forathugun fram- kvæmd í eldiskerjum leiddi í ljós að merkingarnar höfðu lítil sem engin áhrif á atferli krabbanna og þeir nærðust allir innan við klukkutíma eftir merkingu. T-merkin héldust vel í kröbbunum en líklegt er að þau tapist við hamskipti. Grjótkrabbar voru merktir á þrem ur svæðum, annars vegar á tveim ur svæðum í innanverðum Hval firði um mánaðarmótin maí– júní 2011 og hins vegar á einu svæði á Sundunum við Reykjavík í september 2011. Hvalfjörður í maí og júní 2011 Tvö svæði í innanverðum Hvalfirði (M1 og M2) voru valin með tilliti til botngerðar og fyrri veiðireynslu rann sóknaraðila á svæðinu (4. mynd A).9 Á báðum svæðum er fín- kornóttur leir og sandbotn og dýpi á bilinu 10 til 25 m. Merkingar í Hvalfirði fóru fram um borð í Fjólu SH 121 í lok maí og byrjun júní 2011. Gildrurnar voru lagðar fjórum sinnum og var vitjað á þriggja sólar- hringa fresti. Lagðir voru út fjórir 3. mynd. A. Grjótkrabbar breiddarmældir og merktir með tölusettu T-merki. Karldýr (í miðju) hafa áberandi mjórri afturbol sveigðan undir kvið, en kvendýrin (efst og neðst). B. Tölusettu T-merki skotið í krabbann aftarlega í skilin á milli efri og neðri skjaldar dýranna. − A. Rock crabs measured and tagged with T-bar anchor tag. Male and two females (above and below the male) are shown. The genders are easily distinguished from each other by the shape of the abdomen. B. Sequentially numbered T-bar anchor tag inserted along the posterolateral margin of the epimeral suture. Ljósm./Photo: Óskar Sindri Gíslason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.