Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 45
45
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hvalfirði 0,003 til 0,01 krabbar/m2.
Kafararnir hefðu sam kvæmt því átt
að sjá 0,15 til 0,5 krabba á yfirferð
sinni, en þeir sáu engan.
Ef þéttleiki trjónukrabba er met-
inn á sambærilegan hátt og gert ráð
fyrir að krabbar yfir 5,7 cm að lengd
veiðist (5 og 9 krabbar í köfunar-
sniði), er radíus áhrifasvæðisins
samkvæmt því 10,4 eða 14,0 m
eftir því við hvort köfunarsniðið
er miðað (áhrifasvæðið er því 344
eða 620 m2).
Munur milli gildrugerða
Nokkur munur var á fjölda grjót-
krabba eftir því hvaða gildrugerð
var notuð. Að meðaltali fengust 5,6
grjótkrabbar í ferhyrndu Carapax
gildrurnar, en 3,0 í litlu kónísku
og 4,2 í stóru kónísku gildrurnar.
Ekki var marktækur munur á stærð
krabba eftir gildrugerðum.
Umræða og ályktanir
Gildruveiðarnar voru dræmar í maí,
júní og júlí í Hvalfirði en góðar á
Sundunum í september 2011 (7.
mynd). Þetta var rétt eins og við
var að búast af fyrri reynslu af
rann sóknum á grjótkrabba, en sam-
kvæmt henni eykst veiðin er líður
á sumarið og fram á haust, bæði
hér lendis og í Kanada.9,40 Sambæri-
leg um breytileika í afla á sóknar-
einingu (CPUE) hefur verið lýst
fyrir Dungeness krabba (Metacarcin-
us magister), töskukrabba (Can-
cer pagur us) og hjá Evrópuhumri
(Homar us gammarus).32,41 Sökum
dræmrar veiði snemmsumars var
einungis lagt mat á fjölda krabba
á athugunarsvæðinu á Sundunum.
Þéttleikinn á Sundunum (0,12
krabbar/m2) er svipaður og Miller30
lagði mat á í sínu athugunarsvæði
í þaraskógum við Nova Scotia
(0,15 krabbar/m2) en minni (0,5
krabbar/m2) en í eldri rannsóknum
nokkuð sunnar við Nova Scotia.24
Meðalafli veiðanlegra krabba
(1,63 kg, >10 cm) í hverja dregna
gildru á athug unarsvæðinu var
lágur samanborið við meðalafla úr
atvinnuveiðum í Kanada, en á allra
bestu svæðunum þar er aflinn yfir
20 kg í gildru,42 en fer niður í tæp
2 kg á öðrum svæð um.40
Sniðtalningarnar gengu nokkuð
hratt fyrir sig og er raunhæft að
ætla að tveir kafarar geti hæglega
farið yfir 800–1.000 m2 á einum
degi, á sambærilegu dýpi og var
Heildarfjöldi
− Total catch
KK
− Male
KVK (með egg)
− Female (with eggs)
Grjótkrabbi
Cancer irroratus
6 6 0
Bogkrabbi
Carcinus maenas
3 2 1 (1)
Trjónukrabbi
Hyas araneus
5 4 1
5. tafla. Heildarafli í köfun á Sundunum í október 2011. − Total catch by divers at
Sundin in October 2011.
7. mynd. Góð tveggja sólarhringa veiði í gildru. − A successful catch after two days soak.
Ljósm./Photo: Óskar Sindri Gíslason.
4. tafla. Heildarafli úr Hvalfirði í júlí 2011, annars vegar úr gildrum og hins vegar úr handtínslu við köfun. − Total catch in traps (left)
and by diving (right) in Hvalfjörður in July 2011.
Heildarfjöldi
− Total catch
Gildrur – Traps Köfun – Dive
Fjöldi
− Catch
KK
− Male
KVK (með egg)
− Female (with eggs)
Fjöldi
− Catch
KK
− Male
KVK (með egg)
− Female (with eggs)
Grjótkrabbi
Cancer irroratus
115 102 90 12 (3) 13 5 8 (1)
Bogkrabbi
Carcinus maenas
0 0 0 0 0 0
Trjónukrabbi
Hyas araneus
182 155 120 35 (23) 27 17 10 (3)