Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 46
Náttúrufræðingurinn 46 í þessum tilraunum. Hinsvegar kom á óvart að kafararnir sáu ekki fleiri grjót krabba í köfuninni á Sundunum við Reykjavík þar sem góður afli fékkst í gildrur á svæðinu. Ástæðurnar gætu legið í því að krabbarnir hafi verið grafnir ofan í botnsetið og því illsjáanlegir. Margar krabbategundir eru taldar virkari á nóttunni en á daginn.43–45 Rannsóknir á grjót krabba hafa þó sýnt fram á mismun andi hegðun hvað þetta varðar, að annað hvort séu þeir virkari á næturnar46 eða með svipaða virkni dag og nótt.45 Það getur reynst erfitt að finna niðurgrafna krabba í óreglulegu botnseti, því oft stendur lítið annað upp úr botninum en augnstilkar og fálmarar. Því gæti næturköfun reynst betri kostur við mat á stofnstærð. Ekki er hægt að útiloka að beitan dragi að krabba utan tilraunasvæðisins, en ólíklegt er að það skýri nema lítinn hluta veiðinnar. Lágt hlutfall kvendýra er í sam- ræmi við niðurstöður úr fyrri rannsóknum hérlendis9 en hlutfall kvendýra með egg var þó mun hærra í maí og júní en svipað því sem búast mátti við í september. Lág ur veiðanleiki kvendýra með egg er þekktur hjá grjótkrabba, en þegar kvendýrin bera egg láta þau lítið fyrir sér fara og eru að mestu niðurgrafin í botnsetið.11,47 Þetta er einnig þekkt hjá fleiri krabba- teg undum eins og t.d. hjá tösku- krabba.48 Rannsóknir á Dungeness krabbanum hafa jafnframt sýnt að kvendýr með egg hreyfa sig mun hægar og minna en karldýr og kvendýr án eggja og veiðast því síður 49 og nærast einnig minna.50 Betur veiddist í ferhyrndu Cara- pax gildrurnar þrátt fyrir að þær séu þrefalt og fjórfalt minni að rúm máli en litlu og stóru kónísku gildrurnar. Þetta bendir til þess að ferhyrndu gildrurnar henti mun betur til veiða á grjótkrabba en hafa verður í huga að veiðin var frekar dræm þegar samanburðurinn var gerður sem gæti haft áhrif á niður- stöðurnar. Miller mat veiðisvæði gildra fyrir bæði grjótkrabba og ameríska humarinn og notaði kafan ir til saman- burðar.30 Stærð veiði svæðis jókst með aukinni líkamsstærð beggja tegundanna og hjá grjótkrabba takmarkaðist það við 51–70 m2/gildru fyrir litla krabba (6–8 cm) og 213– 339 m2/gildru fyrir stóra krabba (>8 cm). Áhrifasvæðin voru minni í þaraskógi en á sandbotni.30 Okkar rannsóknir á veiðanleika gildranna eru í ágætu samræmi við rannsóknir Millers en áhrifaríka veiðisvæðið hér var metið vera á bilinu 168– 560 m2/gildru. Aðrar rannsóknir á áhrifasvæðum gildra hafa sýnt fram á töluverðan breytileika á milli krabbategunda. Í rannsókn á snjókrabbanum (Chiono ecetes opilio), sem reyndar er frekar stór krabbi, reyndist veiðisvæði gildru vera frá 2.472–5.293 m2/gildru fyrir þétt - leik ann 0,014 og 0,008 krabba/m2.51 Fyrir límónukrabbann (Cancer por- teri) sem er meðalstór krabbategund, var veiðisvæðið 577 m2/gildru fyrir þéttleikann 0,13 krabba/m2.29 Landnám grjótkrabba við strend ur Íslands virðist hafa gengið hratt fyrir sig frá því tegundin fannst fyrst hér við land árið 2006. Krabbinn er nú orðinn útbreiddur við vestanvert landið, frá sunnan- verðum Faxaflóa og norður á Vestfirði og einstaklingar hérlendis verða svipaðir að stærð og stærstu krabbar við Kanada.52 Þéttleiki á Sund unum er svipaður og í upp- runa legu heimkynnum krabbans, en óvíst er þó enn hvort hann skili arðbærum veiðum. Skilyrði fyrir tegundina virðast því vera ákjósan- leg hér við land hvort sem litið er til hitastigs, búsvæða, fæðu, sam- keppnis tegunda eða afræningja, en óvíst er hver áhrif grjótkrabbans verða á botndýrafánu Íslands. Vænleg útbreiðslusvæði grjót- krabb ans eru þar sem meðalsjávar- hiti fer yfir 10°C í 50 daga eða meira, til að lirfur nái að klára þroskaferil sinn.14 Ef slík svæði eru skoðuð við Ísland (Vestmannaeyjar, Flatey og Hjalteyri, >90 dagar yfir 10°C; Hnífsdalur, ~60 dagar rétt um 10°C 15) má ætla að framtíðar útbreiðslusvæði grjótkrabbans geti orðið frá Vestmannaeyjum og vestur með landinu og norður í Eyjafjörð. Hlýnun sjávar við Ísland gæti leitt til enn frekari útbreiðslu við landið. Mikilvægt er að fylgjast með og vakta áfram útbreiðslu tegundar- inn ar, rannsaka betur grunnlíffræði hennar og hugsanleg áhrif á vist- kerfið hér við land og meta mögu- legan veiðistofn. Summary Tagging and density estimation of the Atlantic rock crab in Iceland The Atlantic rock crab (Cancer irroratus) was first recorded in Icelandic waters in 2006. In its new habitat competing decapod species are scarce, as only two large crab species are commonly found there, i.e. Hyas araneus and Carcinus maenas. Since first discovered, rock crab has been commonly found, both as adults and larvae, in the southwest- ern and western part of Iceland. During summer and fall of 2011 the first studies on its abund ance using tags and scuba surveys was carried out. At two locations in the bay of Faxaflói, crabs were tagged for recap- ture and subsequ ently abundance was estimated on transects with scuba-di- vers. During the first experiment car- ried out in the beginning of June, only a few crabs were caught and conse- quently a few individuals recaptured. Femal es with eggs were 10% of the catch in June. In September, the catch of commercial sized rock crabs was 1.6 kg per trap and 1,167 crabs were tagged and 38 recaptured. Using mark- recapture analysis the density was esti- mated to be around 0.12 crabs per square meter. Rock crab was the domi- nant species caught on both occasions and during the latter experiment it was in density which could be feasible for future harvest.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.