Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 51
51 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Á viðmiðunarlandi á norðurbakka Þjórsár, gengt Viðey, eru nyrst sléttar áreyrar næst ánni en þegar sunnar kemur hækkar árbakkinn. Þar er gras lendi (H1) ráðandi og sums stað ar þursaskeggsmói (E1) en fjær ræktað og framræst land.20 Þetta land hefur vafalaust verið beitt um langan aldur en fjárhús voru áður við Ferjuhóla (Valdimar Jóhannsson, munnl. uppl., 2010) um 450 m norður af Viðey (2. mynd). Þar var fyrrum ferjað yfir ána eins og örnefnið gefur til kynna.21 Við Ferjuhóla var fé gefið við opið hús á síðustu öld (Ámundi Kristjánsson, munnl. uppl., 2010) en því var hætt upp úr 1960 (Valdimar Jóhannsson, munnl. uppl., 2012) Landið á norður bakkanum hefur verið afgirt frá því um 1970 en sauðfé hefur verið beitt þar í nokkrar vikur að hausti (Ámundi Kristjánsson, munnl. uppl., 2010). Hrossum hefur einnig verið beitt í nokkrum mæli vestan árinnar síðustu áratugina (Ámundi Kristjánsson, munnl. uppl., 2010). Á viðmiðunarlandi á suðurbakka Þjórsár, sem er í landi Hvamms í Landsveit eru aðallega tvær land- gerðir; blásið land og gamalgróið mólendi. Miðað við gróðurkort er gróður á blásna landinu grös með smárunnum (H3x) en á óblásnu landi þursa skeggs mói (E2) (2. mynd).20 Land á bakkanum sunnan ár hefur sennilega verið beitt um aldir en það hefur verið beitarfriðað frá 2002 (Ævar Pálmi Eyjólfsson, munnl. uppl., 2010). Gæsir hafa þar einhver áhrif en vart var við gæsir næst árbakkanum þegar þessar rann - sóknir fóru fram. Gróður þar nokkuð bitinn og talsvert um gæsa skít. Aðferðir Gróðurmælingar Gróðurkort sem teiknað hafði verið á loftmynd20 var notað við val á landi til mælinga (2. mynd). Í eynni var ákveðið að mæla gróður í tveim ur gróðurgerðum, þ.e. í birki- skóginum og graslendinu. Áreyr- inni var sleppt. Ástæða þessa var aðallega sú að tími til mælinga í eynni var mjög takmarkaður auk þess sem ætla má að gróður áreyr- anna sé háður skammtímaáhrifum frá ánni og eigi sér því ekki eins langa sögu að baki og skógurinn og graslendið. Áður en vettvangsvinna hófst voru rannsóknarreitir staðsettir á tilviljanakenndan máta í hverri gróðurgerð (e. stratified random sampling). Í eyna voru staðsettir fjór ir rannsóknarreitir, 100 m2 (4 x 25 m) að stærð, þrír í birkiskóginn en einn í graslendið. Til samanburðar voru afmörkuð viðmiðunarsvæði bæði á norðurbakka og suðurbakka þar sem aðstæður virtust svipaðar og í eynni (2. mynd). Á norðurbakka árinnar voru staðsettir þrír reitir, allir í áþekkt land (E1 og H1), ofan áreyranna en neðan við ræktaða landið. Á suðurbakkanum voru saman burðarreitir sex að tölu, þrír á gamalgrónu landi og þrír á blásnu. Mælingar fóru fram 21. júlí til 19. ágúst 2009, en þá var gróður í góð- um þroska. Farin var sérstök rann- sóknarferð út í Viðey til mæl inga og athugana 29. júlí. Auk þeirra rann- sókna sem fram fór í reitum var gengið um eyna og allar háplöntu- tegundir sem fundust skráð ar. Skráð var sameiginlega fyrir skóg- og graslendi en sérstak lega fyrir strandsvæði. Ekki gafst tími til að skoða eyna gaumgæfilega þannig að tegundalistinn úr henni er ekki tæmandi. Ekki var gerður tegunda- listi fyrir samanburðar svæð in á bökkum árinnar, annar en sá sem mælingar í reitum leiddu af sér. Við endanlega staðsetningu rann- sóknarreita á vettvangi var stefna reits frá upphafspunkti valin, innan ákveðins horns, á tilvilj unar kennd an máta. Í hvern rannsóknar reit voru lagðir út, með hjálp tilvilj ana talna, átta smáreitir (100 cm x 33 cm). Heildarþekja gróðurs var metin í hverjum smáreit með sjónmati og jafnframt heildarþekja háplantna, mosa og fléttna. Þá var metin þekja einstakra háplöntutegunda og mosa tegundanna melagambra (Raco mitrium ericoides (Bird.) Bird.) og hraungambra (R. lanuginosum (Hedw.) Bird.) og þekja engjaskófa (fléttna af ættkvísl Peltigera) og breiskjufléttna (fléttna af ættkvísl Stereocaulon). Einnig var metin heildar þekja fjallagrasa (Cetraria islandica (L.) Ach.), melakræðu (C. aculeata (Schreb.) Fr.) og munda grasa (Cetrariella delisei (Bory ex Schaer.) Kärnefelt & Thell) undir heitinu kræðufléttur. Heildargróður þekja var metin í hundraðshlutum (%) en við þekjumat var annars not aður þekjukvarði Braun-Blanquet, lítið eitt breyttur (1. tafla).22 Hæð gróðurs var mæld í hornum allra smáreita. Í birkiskógi Viðeyjar miðuðu mælingar við hæð botn- gróð urs en birki var mælt sérstak- lega. Á suðurbakka fannst birki í nokkrum reitum en kom þó aldrei fyrir í hornum smáreita. Jarðvegsgerð var metin í smá- reit um og flokkuð í; áfoksjörð eða sendna áfoksjörð.23 Jarðvegsþykkt var mæld við hvern smáreit með því að járnteini var stungið niður við hvorn enda smáreits þar til komið var niður á fast undirlag. Með teininum var ekki hægt að mæla meiri en 110 cm þykkt. Jarðvegssýni voru tekin úr þremur smáreitum (reit 1, 6 og 8) í hverjum rannsóknarreit með 5,2 cm víðum jarðvegsbor úr efstu 10 cm jarðvegs. Sýni úr hverjum reit voru sett saman í bréfpoka og síðan þurrkuð við herbergishita þar til að frekar var unnið með þau. Að gróður mælingum loknum var gengið skipulega eftir hverjum rann sóknarreit og skráðar þær háplöntutegundir sem ekki höfðu komið fyrir í smáreitum. Ef ekki var 1. tafla. Þekjukvarði Braun-Blanquet sem var notaður við mælingar, lítið eitt breyttur. – The cover scale (based on Braun-Blanquet) used in the assessment of vegetation. Flokkur – Class Þekja – Cover % Miðgildi þekjubils – Cover midpoints % • 0–0,5 0,25 + 0,5–1 0,75 1 1–5 3 2 5–25 15 3 25–50 37,5 4 50–75 62,5 5 75–100 87,5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.