Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 52
Náttúrufræðingurinn 52 unnt að greina tegundir á staðnum var sýnum safnað til greiningar síðar. Skógarmælingar voru gerðar til að fá mynd af ástandi skógarins í eynni, þéttleika hans og yfirhæð trjáa í rannsóknarreitum. Sú yfirhæð sem hér er notuð er hæð þess trés í rannsóknarreit sem hefur gildasta stofninn en það er jafnan meðal hæstu trjáa í þeim reit.24 Birki (Betula pubescena)25 var mælt í Við ey í öllum þremur skógar reit unum. Miðja rannsóknarreits var fundin og öll birkitré í 4,0 m radíus frá henni (50 m2) talin, hæðar- og ummáls- mæld (síðar umreiknað í þvermál) og stofnar lengdar mældir.26,27 Efnagreining jarðvegssýna Jarðvegssýni voru sigtuð í gegnum sigti með 2 mm möskvastærð fyrir mælingar á sýrustigi og glæðitapi. Sýrustig var mælt með sýrustigsmæli með glerelektróðu. Bleytt var upp í sýnum með eimuðu vatni (hlutfall rúmmáls 1:1) og vatni og jarðvegi blandað saman. Sýnin voru þá látin standa í klukkutíma og sýrustig þeirra mælt. Glæðitap gefur til kynna hvert hlutfall lífrænna efna er í jarðvegi. Fyrst er raka náð úr sýnum með því að þurrka þau í sólarhring í ofni við 105°C. Þá eru sýnin látin kólna og vigtuð. Því næst eru þau brennd í ofni við 550°C í sólarhring, látin kólna og vigtuð á ný. Sú þyngd sem tapast við glæðingu er sýnd sem hlutfall af þyngd sýna eftir þurrkun.28 Úrvinnsla gróður- og umhverfisgagna Við úrvinnslu gróður- og umhverfis- gagna voru notuð gögn úr öllum 13 rannsóknarreitunum. Heildarþekja gróðurs í hverjum reit var fundin sem meðaltal smáreita. Þekja, metin með þekjukvarða Braun-Blanquet, var fundin út frá miðgildi þekjubils fyrir hvern smáreit og reiknað meðaltal fyrir hvern reit út frá því. Fyrir hvern reit var fundinn meðal- fjöldi háplöntutegunda í smáreitum og heildarfjöldi háplöntutegunda sem miðaðist við allar tegundir sem skráðar voru í reit, bæði í smáreitum og utan þeirra. Meðalhæð gróðurs í reit var fundin með því að finna meðaltal allra mælinga í smáreitum (8 x 4 = 32 mælingar). Til að bera saman gróður í ein- stökum reitum var bæði notuð flokkun (e. classification) og hnit- unargreining (e. ordination). Flokkun var gerð með forritinu TWIN- SPAN fyrir Windows, útgáfa 2.329. Við flokkun var byggt á þekju ein- stakra háplöntutegunda og þekju melagambra, hraungambra, engja- skófa og breiskjufléttna. Við flokkun- ina voru skurðgildi forritsins stillt á 0, 2, 5, 10 og 20% þekju. Einsþátta fervikagreining með Tukey „eftir á prófi“30 var notuð til að kanna mun á fjölda tegunda, gróðurhæð, þekju, glæðitapi og sýrustigi milli TWINSPAN-flokka. Fyrir greiningu var öllum breytum nema sýrustigi log-umbreytt. Við hnitunargreiningu var notað forritið CANOCO, 4. útgáfa.31 Valin var DCA-aðferð (e. detrended correspondence analysis) sem gefur þann möguleika að finna gróðurfarslegan skyldleika rannsóknarreita og jafnframt að kanna samband umhverfisþátta og gróðurs.32 Hnitunargreiningin byggði á þekju sömu tegunda og tegundahópa og í flokkuninni. Valin var aðferð sem takmarkar vægi sjaldgæfra tegunda en að 4. mynd. Í Viðey eru tvö graslendisrjóður. Myndin er tekin til norðurs yfir stærra graslendið og sér yfir að Núpsfjalli ofan Minna- Núps. – In Videy Island there are two grassland clearings. The photo shows the larger of two grasslands, facing North and over to the northbank of the Thjorsa River, towards Nupsfjall Mountain. Ljósm./Photo: Borgþór Magnússon. 3. mynd. Birkiskógur þekur stærstan hluta Viðeyjar en í botni hans er gróskulegur gróður. – Birch woodland has the most cover in Videy Island. Ljósm./Photo: Sigurður H. Magnússon.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.