Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 53
53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
öðru leyti voru notaðar sjálfgefnar
stillingar forritsins.
Með greiningunni var tegunda-
samsetning og vægi tegunda í
einstökum reitum notað til þess
að finna mynstur í gagnasafninu
en jafnframt kannað samband
mynstursins og níu mælibreyta.
Þær voru: þekja háplantna, mosa-
þekja, fléttuþekja, hæð gróðurs,
heildargróðurþekja, fjöldi háplöntu-
tegunda í reit, fjöldi háplöntu-
tegunda í smáreit, sýrustig í jarðvegi
og glæðitap. Var breytunum log
(X+1) eða log (X) umbreytt fyrir
greiningu til að draga úr vægi
skekktrar dreifingar.
Við úrvinnslu gagna úr skóg-
mælingum var fundinn fjöldi miðað
við einstaklinga á hektara annars
vegar og fjöldi stofna á hektara
hins vegar. Yfirhæð var fundin með
þeirri aðferð sem greint var frá áður.
Niðurstöður
Gróður- og landgerðir
Í Viðey fundust alls 74 tegundir
háplantna, 41 tegund á strandsvæði
hennar en 62 tegund annars staðar.
Athuganir sýndu að í eynni eru
fjór ar megingerðir gróðurs; birki-
skógur, graslendi, strandgróður og
mólendi. Birkiskógurinn (3. mynd)
þekur stærstan hluta eyjarinnar en
auk birkisins eru bugðupuntur og
hrútaber útbreiddar þar. Rjóðrin
tvö sem fram komu á loftmynd af
eynni (2. mynd) reyndust að mestu
vera graslendi (4. mynd). Í því
stærra voru hálíngresi, sigurskúfur,
kross maðra og gulmaðra áberandi. Í
birkiskóginum og graslendinu vaxa
m.a. geithvönn, blágresi, reyrgresi
og umfeðmingur. Á standsvæðinu
(5. mynd) sem myndar belti
um hverf is eyna, finnast tegundir
á borð við ætihvönn og baldursbrá
auk víðigróðurs. Breiður af alaska-
lúpínu setja einnig mikinn svip
á standsvæðið að frátalinni suð-
vestur ströndinni þar sem lúpínan
hefur enn ekki numið land.
Mólendi finnst á mjög litlu svæði
austan við minna graslendið þar
sem eyin er hæst. Þar uxu dæmi-
gerðar mólendis tegundir eins og
þursaskegg sem ekki var algengt
annars staðar í Viðey.
Sjaldgæfar tegundir
Í Viðey fundust grænlilja og kjarr-
hveiti sem báðar teljast fremur
sjaldgæfar hér á landi, einkum á
sunnanverðu landinu25. Grænlilja
(6. mynd) er talsvert útbreidd í Viðey
og fannst m.a. í brekku ofan við
eyrina vestan á eynni og á nokkr um
stöðum í birkiskóginum. Kjarrhveiti
(6. mynd) fannst á einum stað milli
skógar og stærra graslendisins,
u.þ.b á miðri eynni. Reyniviður
fannst á tveimur stöðum í eynni og
baunagras á eyrinni vestast á eynni.
5. mynd. Umhverfis Viðey er strandsvæði. Á strandsvæðinu, að frátalinni suðvesturströnd,
hefur lúpína breitt úr sér og setur svip sinn á gróðurfar þess. Fyrir miðri mynd má sjá jaðar
lúpínubreiðu á norðurbakka Viðeyjar. – Riparian vegetation surrounds the island and there
the Lupinus nootkatensis is spreading, apart from a portion of the southwest coast of the
island. Ljósm./Photo: Kristbjörn Egilsson.
6. mynd. Grænlilja (t.v.) á strandsvæði og kjarrhveiti (t.h.) í graslendi Í Viðey. – Orthilia
secunda (left) found on the banks of the island and Elymus alopex (right) found in the
grassland of Videy Island. Ljósm./Photos: Kristbjörn Egilsson (t.v./left) og Anna Sigríður
Valdimarsdóttir (t.h./right).