Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 57
57 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags yfir sjó. Í beitarfriðuðum hólma í Ormarsá á Melrakkasléttu sem er um 0,3 ha að stærð og í um 95 m h.y.s. hafa fundist 79 tegundir háplantna (Hörður Kristinsson, munnl. uppl., 2011). Gróður Viðeyjar er bæði grósku- mikill og blómríkur. Á þetta við um allar gróðurgerðirnar fjórar. Botn- gróður í skóginum í Viðey líkist því sem Steindór Steindórsson1 kallar blómlendi eða graslendi skógar- botnsins. Í Viðey voru t.d. hrútaber og blágresi með mikla þekju í skóg- inum sem Steindór segir algengustu tegundir blómlendis í skógum. Í Viðey voru bugðupuntur og reyr- gresi með mikla þekju en þessar grastegundir drottna venjulega þar sem graslendi einkennir skógar- botn1. Hins vegar voru geithvönn og umfeðmingur mjög áberandi í skógi Viðeyjar sem samkvæmt Steindóri eru ekki meðal algengustu tegunda í birkiskógum. Ljóst er að gróður birkiskógarins og graslend- isins í Viðey svipar mjög sterklega til gróðursfars sem má finna í birkiskógum og víðikjarrlendi sem lengi hefur verið friðað fyrir beit3,4,5,6,7 þar sem blaðmiklir tví- kím blöðungar auk annarra eftir- sóttra beitarplantna eru áberandi. Birkiskógur Viðeyjar er misþéttur og birkið margstofna. Í þeim reitum sem mældir voru í eynni voru 800–3.800 tré/ha, fjöldi stofna var að meðaltali 3,6–4,0 á hvert tré og yfirhæð mest 4,5 m. Til samanburðar reyndist yfirhæð í gamla Hallorms- staðarskógi vera um 7,8 m og þéttleiki um 2.750 tré/ha.31 Í Vatns- hornsskógi í Skorradal er ríkjandi hæð um 4,6 m og þéttleiki um 2.870 tré/ha.35 Miðað við úttekt sem gerð var á íslenskum birkiskógum á Norðurlandi á árunum 1987–1991 telst þéttleiki 1.000–2.000 tré/ha vera lágur og 2.000–3.500 í meðallagi.36 Þéttleiki og hæð birkis í Viðey er því svipuð því sem allvíða finnst í birkiskógum hér á landi. Gróður í graslendi Viðeyjar er að mörgu leyti líkur botngróðri birki- skógarins (2. tafla). Áberandi teg- und ir eru reyrgresi, blágresi, geit- hvönn, mjaðjurt, umfeðmingur og sigurskúfur. Miðað við tegunda- samsetningu mætti flokka gras- lend ið í Viðey sem grasríkt blóm- lendi en það svipar til þess flokks graslendis sem Steindór Steindórs- son1 nefnir jurtastóð eða blómlendi. Á strandsvæði Viðeyjar er gróður fjölbreyttur sem ræðst m.a. af raski árinnar sem skapar stöðugt ný skil- yrði sem plöntur geta nýtt sér. Þar fundust tegundir sem hvorki komu fyrir í reitum samanburðar svæð- anna, né annars staðar í eynni. Má þar nefna eyrarrós, gullmuru en einn ig klukkublóm. Alaskalúpína óx í breiðum á strandsvæðinu nán- ast umhverfis eyna, að undan- skild um hluta af suðvestur strönd- inni. Líklega er tímaspursmál hve- n ær hún nær einnig yfir þann hluta. Lúpínan er hörð í samkeppni og leiðir yfirleitt til fækkunar plöntu- tegunda þar sem hún breiðir úr sér37 og má því reikna með að teg undum fækki þar á komandi árum með aukinni útbreiðslu henn ar. Sjaldgæfar tegundir Í Viðey fundust fáeinar tegundir sem teljast sjaldgæfar. Grænlilja er fremur sjaldgæf hér á landi en finnst nokkuð víða um norðanvert landið og á Vestfjörðum.25 Hún hefur fundist á stöku stað í Árnes- sýslu, á Eyrarbakka árið 1914, við Laugarvatn árið 1948, í Hvítárnesi á Kili árið 1972 og í Bláfellshólma í Hvítá árið 199238 og nú í Viðey í Þjórsá árið 2009. Grænliljan vex einkum í skóglendi og innan um lyng.25 Þótt hún finnist víða á norðurhveli jarðar er hún sums staðar sjaldgæf eins og á Bretlandi og þó einkum á Írlandi en þar er beit sauðfjár og geita talin ógna tilvist hennar.39 Kjarrhveiti er sjaldgæf tegund hér á landi en finnst einkum í inn- sveit um Suður-Þingeyjarsýslu.25 Teg undin hefur fundist á tveimur stöðum svo vitað sé á Suðurlandi að Viðey undanskilinni, í Koðralækjar- hólma í Tungufljóti í Biskups tung- um árið 1996 og oftar en einu sinni á Prestbakka á Síðu, síðast árið 1943.40 Hér á landi vex kjarrhveiti í birkiskógum og hrísmóum25 en erlend is finnst það einkum í skóg- lendi en það er talið nokkuð skugga- þolið41 en viðkvæmt fyrir beit42. Reyniviður, sem fannst á tveimur stöðum í Viðey, er sjaldgæfur við Þjórsá25. Vitað er að hann kemst ekki á legg nema hafa frið frá beit43. Einnig fannst í Viðey baunagras sem er fremur sjaldgæft inn til lands ins25 og viðkvæmt fyrir beit. Baunagrasið getur orðið áberandi þar sem lengi hefur verið friðað eða beit lítil.43 Gera má ráð fyrir að tilvist ofan- greindra fjögurra tegunda í Viðey megi rekja til sérstakra aðstæðna í eynni, einkum til friðunar fyrir sauð fjárbeit en þeirra þriggja fyrst- töldu einnig til birkiskógarins sem þar hefur viðhaldist. Áhrif beitar Niðurstöðurnar sýna verulegan mun á gróðri á friðuðu landi eyjar- innar og á beittu landi samanburðar- svæða á bökkum Þjórsár (2. tafla). Munurinn felst einkum í að birki, blágresi, geithvönn, umfeðmingur, hrútaber og bugðupuntur hafa mun meiri þekju í eynni en á saman- burðar svæðunum. Þessar tegundir eru flestar eftirsóttar af sauðfé, þar á meðal birkið10,44 sem yfirleitt á mjög erfitt uppdráttar þar sem sauð fé er beitt. Hér á landi hefur blágresi verið talið eftirsótt af sauð fé45 en það hverfur að mestu úr landi þar sem beitarálag er mikið43. Umfeðmingur er talinn eftirsóttur af sauðfé44 og er venjulega fremur sjaldgæfur á beittum svæðum, ekki aðeins hér á landi heldur einnig víða erlendis41. Í beitartilraun í Hall ormsstaðaskógi hvarf hann næstum úr gróðri í kjölfar sauðfjárbeitar.46 Áhrif beitar á vöxt og viðgang geithvannar hafa ekki verið könnuð sérstaklega hér á landi svo við vit- um til. Hins vegar eru mörg dæmi um að hún hafi aukist mikið á landi sem hefur verið friðað fyrir beit svo sem á Kvískerjum og í Hofsnesi í Öræfum (Borgþór Magnússson, munnl. uppl., 2011), í Kverkinni við Seljaland undir Eyjafjöllum og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.