Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 61

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 61
61 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Flær undir jökli elstu tegundir Íslands Inngangur Fundur tveggja tegunda grunn- vatns marflóa á Íslandi um síðustu aldamót er án efa ein merkilegustu tíð indi í rannsóknum á lífríki Íslands. Sá sem fyrstur fann flærnar, Bjarni K. Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Hólum og Jörundur Svavars son, prófessor í sjávar líffræði við Háskóla Íslands, lýstu tegundunum út frá útlitseiginleikum og sýndu fram á að um áður óþekkt ar tegundir er að ræða.1 Önnur tegundin, Crangonyx islandi c us, tilheyrir algengri undirætt grunn vatns marflóa, hinni, Crymosty gious thingvallensis, hefur verið lýst sem nýrri undirætt marflóa (1. mynd). C. islandicus hefur fundist víða í uppsprettum á eldvirkum svæðum á Íslandi, en C. thingvallensis er sjaldgæf og hefur, auk þess að hafa fundist í lind í Þingvallavatni, fundist í maga úr dvergbleikju sem veiddist í Herðubreiðarlindum. Fundur þessara tegunda vakti upp spurningar. Hvernig bárust teg undirnar til Íslands og hvaðan komu þær? Grunnvatnsmarflærnar eru að lagaðar að grunnvatni og hafa tak markaða dreifigetu þannig að ólík legt er að þær hafi náð að berast hing að frá öðrum svæðum yfir Atlants hafið og þær þekkjast ekki jafn norðarlega nema á svæðum sem voru íslaus á kuldaskeiðum ísaldar eins og í austurhluta Síberíu. Gætu tegundirnar jafnvel hafa lifað af kuldaskeiðin allt frá fyrstu tíð landsins (um 24–40 milljónir ára) eða frá því að landbrú milli Græn- lands og Ísland rofnaði? Ekki eru þekkt nein dæmi þess að slík dýr hafi lifað af hérlendis á kulda- skeiðum ísaldar eða undir jökli á landi. Hugsanlegt er að eldvirkni Íslands hafi skapað þeim búsvæði hér, í grunnvatni í sprung um og í hraunum þar sem þær hafa þrifist um milljónir ára, jafnvel allt frá því að forveri Íslands aðgreindist frá Grænlandi. Hverjir eru nánustu ætt ingjar þessara tegunda? Til að svara þessum spurningum ákvað undirritaður, sem stýrði verk efninu í samvinnu við Jörund og Bjarna, að hefja rannsókn á stofn erfðafræði og flokkun íslensku Greinin segir frá niðurstöðum nýlegra rannsókna á erfðafræðilegum samanburði á grunnvatnsmarflóategundunum Crangonyx islandicus og Crymostygius thingvallensis sem nýlega fundust á Íslandi. Athugað var í fyrsta lagi breytileiki innan C. islandicus m.t.t. landfræðilegrar dreifingar sýnatökustaða og hæðar yfir sjávarmáli. Í ljós kom að tegundin hefur aðgreinst í erfðafræðilega ólíka hópa innan Íslands á síðustu fimm milljónum ára og því lifað af kuldaskeið ísaldar hér á landi ólíkt öðrum tegundum. Í öðru lagi kom í ljós að sameindaupplýsingar studdu fyrri flokkunargreiningar, bæði víkur C. thingvallensis sem skilgreinir nýja ætt sig vel frá öðrum ættum og tegundin C. islandicus er skyldust norður amerískum tegundum. Athugun á flokkun C. islandicus og tegunda innan sömu ættar bendir hinsvegar til að þörf sé á að endurskoða flokkun tegunda til ættkvísla innan ættarinnar Crangonyctidae. 1. mynd. Smásjármyndir af íslensku grunnvatnsmarflónum; Crymostygius thingvall- ensis til vinstri, Crangonyx islandicus til hægri. – The Icelandic groundwater amphi- pods, left Crymostygius thingvallensis, right Crangonyx islandicus. Ljósm./Photos: Þorkell Heiðarsson / Snæbjörn Pálsson. Snæbjörn Pálsson Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 61–64, 2013 Ritrýnd grein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.