Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 68
Náttúrufræðingurinn
68
Upplýsingar um þyngdir pysja
eftir að þær hafa yfirgefið holur
sínar eru tiltækar frá árinu 1996, en
þá hóf Gísli J. Óskarsson að vigta
pysjur. Frá árinu 2003 hafa pysjur
verið vigtaðar í Pysjueftirlitinu. Sam -
hliða þessum athugunum hefur
verið fylgst með afdrifum árganga
lunda frá tímabilinu 1996–2004
með því að kanna hve hátt hlutfall
þeirra hefur verið endurheimt í
háfaveiði fyrstu fimm ár ævinnar.
Endur heimtuhlutfallið var síðan
borið saman við meðalþyngd pysja
í árgang inum.
Jafnframt því sem fylgst var
með varpinu sumarið 2008 var
athugað hvenær lundar byrjuðu að
bera fæðu í pysjur sínar. Stundum
misstu fuglarnir fæðuna og voru
þá nýleg fæðusýni tínd í lunda-
byggðunum. Fæðan var fryst eins
fljótt og verða mátti en seinna
þýdd upp á rann sóknastofu og
greind til tegunda eða fæðuhóps. Í
þeim tilfellum þar sem fleiri en ein
tegund var í sýninu var mikilvægi
fæðutegunda ákvarð að út frá
hlutfallslegri votvigt. Alls voru 283
eintök greind til fæðu hóps (samtals
201 g), en þessi gögn veita einungis
vísbendingar um breytingar á milli
tímabila en leyfa ekki tölfræðilegan
samanburð.
Aðferðir við öflun upplýsinga
um fæðu fullorðinna lunda voru
þær sömu og voru notaðar 1994
og 1995.7,8 Magasýnum var safnað
tvisvar á hverju sumri, fyrst þegar
fuglar voru líklega á eggjum í seinni
hluta júní og aftur þegar pysjur
höfðu líklega klakist í lok júlí eða
byrjun ágúst. Aðferðin byggist á því
að finna varpfugl í æti á sjó, skjóta
fugla og taka magasýni, en ekki er
hægt að taka sýni í byggðunum því
þar eru magar lunda yfirleitt tómir.29
Lundar þurfa að fljúga reglulega á
milli varpbyggða sinna og fæðu-
svæða á sjó. Athugunin hófst á því
að finna út hvert flestir fuglarnir
flugu og síðan var þeirri flugstefnu
fylgt á litlum bátum, þar til lundar
fundust í æti. Staðsetning fæðu-
slóð ar var skráð og fuglarnir krufðir
og meltingarvegir fjarlægðir og
sett ir í geymsluvökva (ísóprópanól).
Fæðan var síðan greind til tegunda
á rannsóknastofu og aldur fiska
ákvarð aður út frá kvörnum eða
lengd.
Einnig voru tekin saman gögn
sem aflað var um helstu fæðusvæði
lunda við Vestmannaeyjar á árunum
1994 og 19957,8 og þau borin saman
við þau svæði sem fundist hafa í
þessu verkefni.
Sandsíli
Sandsíli hafa verið veidd árlega frá
2006 á fjórum svæðum við land ið
sunnan- og vestanvert sem öll eru
þekkt fyrir að hafa í gegnum tíðina
geymt mikið af sandsíli. Svæðin
eru Breiðafjörður, Faxaflói, frá Vest-
manna eyjum austur að Vík í Mýrdal,
og út af Ingólfshöfða (3. mynd).
Við sílisveiðar var notuð seiða-
flot varpa og er togað bæði uppi í
sjó og niður við botn. Toglengd var
ein til tvær sjómílur og togað var á
tveggja sjómílna hraða. Auk trolls
var notast við plóg við sýnatöku á
sandsíli (4. mynd). Plógur er hent-
ugur til sýnatöku þegar sílið er
grafið í botninn og ekki aðgengilegt
í troll og voru þau gögn notuð til
að fá vísitölu á þéttleika sandsílis
á ein stökum svæðum. Í fyrstu var
not aður lítill og handhægur kúf-
skelja plógur með smágerðu neti
sem var dreginn um 0,3 sjómílu
í hvert skipti. Á slíkum plógum
vísa tennur fram og niður þar sem
ætlun in er að tennurnar fangi skeljar
sem eru grafnar niður í botninn.
Lítil möskvastærð í plógnum olli
því að plógurinn fylltist stundum af
seti. Því var hannaður annar plógur
þar sem tennurnar vísa aftur. Hug-
mynd in byggir á því að nægilegt
sé að rispa yfirborð botnsins með
4. mynd. Teikningar af plógunum
sem voru notaðir. A) Plógur fyrir
kúfskel Arctica islandica og B)
Sandsílaplógur þar sem tennurnar
vísa aftur. Plógarnir eru 65 cm
breiðir og möskvastærð í neti er 7
mm. – Dredges used for catching
sandeel buried in the bottom sedi-
ment. A) A dredge conventionally
used in fishing for ocean quahogs
Arctica islandica. B) A modified
sandeel version with the teeth
pointed backwards to minimize
the amount of sediment caught.
The dredges are 65 cm wide with
a mesh size of 7 mm.
Ár –
Year
Dagsetning
– Date
(dd.mm)
Vestmannaeyjar – Vík Önnur svæði – Other areas
Fjöldi stöðva
– No. of stations
Mælingar
– Measurements
Fjöldi stöðva
– No. of stations
Mælingar
– Measurements
Alls
– Total
Með síli
– With
sandeels
Aldursgreint
– Aged
Alls
– Total
Með síli
– With
sandeels
Aldursgreint
– Aged
2006 03.07.–18.07. 31 8 20 38 25 755
2007 10.07.–21.07. 18 9 22 56 38 601
2008 08.07.–20.07. 53 43 531 88 67 1.182
2009 06.07.–17.07. 60 52 572 80 60 879
2010 05.07.–15.07. 67 39 302 84 58 929
2011 04.07.–13.07. 50 22 66 87 42 611
2012 03.07.–12.07. 50 23 62 90 49 963
2. tafla. Umfang gagnaöflunar vegna rannsókna á sandsíli 2006–2012. Tímasetning
leiðangra, fjöldi stöðva og fjöldi mældra fiska. – An overview of data collected on Sandeels
2006–2012. Dates of research cruises, number of stations and number of fish measured.