Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 73

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 73
73 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sumarið 2008 kom í ljós munur á fæðu lundapysja eftir tímabilum. Fyrst eftir klak, þegar pysjur voru minnstar, var fæðan loðnuseiði, blákjöftuseiði Rhinonemus cimbrius og eins árs eða eldra sandsíli. Á miðju tímabilinu var mest af sand- síla seiðum og blákjöftuseiðum en loðnuseiði voru horfin úr fæðunni. Í ágúst var fæða lundapysja nær ein göngu eins árs eða eldra sandsíli en einnig fannst vottur af ljósátu (Euphausaicea, 10. mynd). Fæða fullorðinna lunda var tals- vert breytileg á milli ára og tímabila (11. mynd). Í júní 2006 náðu lundar sér í sandsílaseiði um 50 km suð- vestur af Surtsey (12. mynd) en í ágúst það ár fundust þeir rétt austan við Vík í Mýrdal að éta sviflægar marflær (Hyperiidae). Þrátt fyrir talsverða leit fundust ekki fullorðnir lundar í æti í júní 2007 en í júlílok var mikill fjöldi fugla undan Selvogi sem átu þar aðallega sandsílaseiði og eins árs sandsíli. Í júní 2008 átu lundar úr Vestmannaeyjum eins árs gömul sandsíli undan Vík og í júlí voru margir fuglar í rönd sem lá samsíða landinu undan Landeyjasandi en einnig var talsvert af fugli í æti rétt vestan við Heimaey. Aðalfæðan var sandsílaseiði, en einnig fundust eins árs sandsíli og trönusíli Hyper- oplus lanceolatus í fæðunni (11. og 12. mynd). Í júní 2009 átu lundar úr Vestmannaeyjum sandsílaseiði und- an Selvogi og Grindavík og í ágúst voru lundar í sömu fæðu grunnt undan Landeyjasandi og í Eyjafjalla- sjó. Uppistaðan í fæðu lunda í júní 2010 voru sandsílaseiði sem fengin voru undan Landeyjasandi og Sel- vogi en í ágúst fundust lundar étandi ljósátu um 20 km suður af Surtsey. Nokkrir lundar í æti fundust í júní 2011 skammt vestan við Heimaey sem aðallega átu ljós- átu og vottur fannst af sandsíli en engir lundar fundust í æti seinna um sumarið. Ekki fundust lundar í æti fyrri hluta sumars 2012 en í júlí fundust lundar í landgrunns- könt unum sunnan og austan við eyjarnar étandi marflær og ljósátu (11. og 12. mynd). 13. mynd. Aldur sandsílis við Vestmannaeyjar og á öðrum svæðum skipt eftir árgöngum og árum. Grænar súlur sýna 2005 árganginn, rauðar súlur sýna 2006 árganginn og svartar súlur sýna 2007 árganginn. – Age of sandeel (proportional numbers) near Vestmannaeyjar islands and in the other research areas combined, by cohorts and years. Green columns show the 2005 cohort, red the 2006 cohort and black columns show the 2007 cohort.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.