Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 73
73
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Sumarið 2008 kom í ljós munur
á fæðu lundapysja eftir tímabilum.
Fyrst eftir klak, þegar pysjur voru
minnstar, var fæðan loðnuseiði,
blákjöftuseiði Rhinonemus cimbrius
og eins árs eða eldra sandsíli. Á
miðju tímabilinu var mest af sand-
síla seiðum og blákjöftuseiðum en
loðnuseiði voru horfin úr fæðunni.
Í ágúst var fæða lundapysja nær
ein göngu eins árs eða eldra sandsíli
en einnig fannst vottur af ljósátu
(Euphausaicea, 10. mynd).
Fæða fullorðinna lunda var tals-
vert breytileg á milli ára og tímabila
(11. mynd). Í júní 2006 náðu lundar
sér í sandsílaseiði um 50 km suð-
vestur af Surtsey (12. mynd) en
í ágúst það ár fundust þeir rétt
austan við Vík í Mýrdal að éta
sviflægar marflær (Hyperiidae).
Þrátt fyrir talsverða leit fundust
ekki fullorðnir lundar í æti í júní
2007 en í júlílok var mikill fjöldi
fugla undan Selvogi sem átu þar
aðallega sandsílaseiði og eins árs
sandsíli. Í júní 2008 átu lundar úr
Vestmannaeyjum eins árs gömul
sandsíli undan Vík og í júlí voru
margir fuglar í rönd sem lá samsíða
landinu undan Landeyjasandi en
einnig var talsvert af fugli í æti rétt
vestan við Heimaey. Aðalfæðan var
sandsílaseiði, en einnig fundust
eins árs sandsíli og trönusíli Hyper-
oplus lanceolatus í fæðunni (11. og
12. mynd). Í júní 2009 átu lundar úr
Vestmannaeyjum sandsílaseiði und-
an Selvogi og Grindavík og í ágúst
voru lundar í sömu fæðu grunnt
undan Landeyjasandi og í Eyjafjalla-
sjó. Uppistaðan í fæðu lunda í júní
2010 voru sandsílaseiði sem fengin
voru undan Landeyjasandi og Sel-
vogi en í ágúst fundust lundar
étandi ljósátu um 20 km suður
af Surtsey. Nokkrir lundar í æti
fundust í júní 2011 skammt vestan
við Heimaey sem aðallega átu ljós-
átu og vottur fannst af sandsíli en
engir lundar fundust í æti seinna
um sumarið. Ekki fundust lundar
í æti fyrri hluta sumars 2012 en í
júlí fundust lundar í landgrunns-
könt unum sunnan og austan við
eyjarnar étandi marflær og ljósátu
(11. og 12. mynd).
13. mynd. Aldur sandsílis við Vestmannaeyjar og á öðrum svæðum skipt eftir árgöngum og
árum. Grænar súlur sýna 2005 árganginn, rauðar súlur sýna 2006 árganginn og svartar
súlur sýna 2007 árganginn. – Age of sandeel (proportional numbers) near Vestmannaeyjar
islands and in the other research areas combined, by cohorts and years. Green columns show
the 2005 cohort, red the 2006 cohort and black columns show the 2007 cohort.