Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 75
75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
lítill sem benti til að nýliðun úr
árgangi 2005 væri slök. Sumarið
2008 styrkt ist þessi niðurstaða því
lítið veiddist af þriggja ára fugli, auk
þess sem sáralítið veiddist af tveggja
ára fugl um af 2006 árganginum.
Það sumar vantaði því í veiðina tvo
árganga sem oftast eru uppistaðan
í veiðinni. Frá og með sumrinu
2008 hefur lítið veiðst af tveggja ára
lundum. Árin 2010 og 2011 var um
þriðjungur lundaveiðinnar þriggja
ára fuglar og þar virðist sem fuglar
af árgöngum 2007 og 2008 geri vart
við sig. Þessum niðurstöðum ber þó
að taka með ákveðnum fyrirvara
því lundaveiði var lítil. Ekki liggur
ljóst fyrir hvers vegna árgangarnir
frá 2007 og 2008 skila sér fyrst sem
þriggja ára, en hugsanlega hefur lít-
ið fæðuframboð við Vestmanna eyjar
haldið tveggja ára fuglum frá. Ef
veiði á lundum í Vestmannaeyjum
á að byggjast að mestu á geldum
ungfuglum, eins og hefð er fyrir, þá
verður nýliðun í lundastofninn að
vera góð í nokkur ár.
Varptilraunir lunda í Vestmanna-
eyjum frá 2007 til 2012 hafa verið á
bilinu frá 23–74% en fjögur sumur
hefur varp hafist í 51–66% þeirra
hola sem tiltækar eru. Þessi hlutföll
eru lág í samanburði við Bretlands-
eyjar þar sem ábúðarhlutfall er
70–80% í hefðbundnu árferði. Eðli-
legt er að varp lunda í Vestmanna-
eyjum sé borið saman við rannsóknir
á Bretlandi þar sem athuganir hafa
staðið yfir áratugum saman.30 Ein-
ung is árið 2010 var ábúð í Vest-
manna eyjum sambærileg við það
sem gerist á Bretlandi og þá var
ábúðin einnig jöfn meðaltali lunda-
varpa norðanlands.26 Sumarið 2011
mældist ábúðarhlutfallið lægst.
Varpárangur, sem er mælikvarði
á afdrif þeirra afkvæma sem stofnað
var til, hefur legið á bilinu frá því að
vera enginn upp í um 37% sumarið
2012. Algengt hlutfall varpárangurs
á Bretlandseyjum er 57%.30,31,32
Fjöldi pysja sem komst á legg, eða
viðkoma, hefur verið frá engum
pysjum upp í 22% sumarið 2007.
Á Bretlandseyjum hefur viðkoma
gjarnan verið 43%.30,31,32 Í ljósi þess
hve illa hefur gengið hjá verpandi
lundum í Vestmannaeyjum árin
2007–2012 verður að álykta að stofn
lunda þar fari minnkandi.
Tilhneiging virðist vera fyrir því
að lífslíkur þyngri pysja séu meiri
en þeirra léttari. Vænta má þess
að frekari rannsóknir á pysjum og
afdrifum þeirra varpi skýrara ljósi
á þetta atriði. Aukin þyngd pysja
getur haft jákvæð áhrif á lífslíkur
þeirra á að minnsta kosti tvennan
hátt. Í fyrsta lagi getur mikil þyngd
pysja gefið vísbendingar um gott
ástand í lífríki hafsins þannig að
þegar pysjurnar leita til sjávar er þar
gnótt fæðu og auðvelt að afla hennar.
Í öðru lagi gætu þungar pysjur haft
meiri fituforða en léttar. Fita gegnir
hlutverki varaforða hjá mörgum
fuglategundum og meiri forði gefur
því að öðru óbreyttu lengri tíma
fyrir pysjur til að finna heppilega
fæðu þegar út á sjó er komið.
Fæða fullorðinna lunda við Vest-
mannaeyjar er í samræmi við fyrri
athuganir þar sem aðalfæðan var
sandsíli.7,8 Helstu undantekn ing ar
frá því voru þegar lundar átu mar-
flær og ljósátu suður af landgrunninu.
Einnig vekur það athygli að finna
trönusíli í lundum, en sú tegund
hlýtur að vera í það stærsta fyrir
fuglinn. Áður hefur verið sýnt fram
á að sandsíli er trúlega helsta fæða
lunda við Ísland,7,8 og það er einnig
mikilvæg fæða lunda víða annars
staðar svo sem við Bretlandseyjar.29
Í nokkrum tilfellum í þessari
rannsókn hafa lundar úr Vest-
manna eyjum fundist étandi innan
fæðuöflunarsvæðis þeirra frá
árun um 1994 og 1995.7,8 Í öðrum
tilvikum hafa lundar þurft að sækja
fæðuna lengra og skýring á því er
líklega sú að fuglarnir hafi ekki
fundið hentuga fæðu nálægt varp-
inu. Lengstu ferðir lunda úr varpi til
fæðuöflunar í þessari rannsókn voru
tæplega 120 km flug að Grinda vík
og um 75 km flug í suðvestur frá
Vestmannaeyjum. Fyrir lunda, eins
og aðrar tegundir af ætt svartfugla,
er flug orkufrekt og kostnaðarsamt.
Því borgar það sig ekki fyrir fuglana
að sækja fæðuna of langt eða eyða
of miklum tíma í að afla hennar.
Senni lega er hér kominn hluti skýr-
ingarinnar á því hve illa hefur gengið
í varpi lunda undanfarin ár. Ekki
er mögulegt að tiltaka nákvæm-
lega hvar mörkin liggja í fjarlægð
frá vörpum þar sem kostnaður og
ávinningur er jafn.33 Það er þó
líklega talsvert breytilegt og fer að
mestu eftir því hve orkurík fæðan
er eða þéttleiki hennar mikill á
fæðu slóð. Lengstu ferðir lunda til
fæðu öflunar sem vitað er um eru
frá Noregi þar sem lundar sóttu 137
km á haf út til að afla fæðu. Ólíklegt
er að það hafi svaraði kostnaði því
varp lunda gekk þá mjög illa.34
Undanfarin ár, á sama tíma og
varp lunda hefur verið lélegt í Vest-
mannaeyjum, hefur sandsíli nær
alveg skort í grennd við eyjarnar
16. mynd. Lundi með sandsíli. – Atlantic puffin with sandeels. Ljósm./Photo: Jóhann Óli Hilmarsson.