Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 87

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 87
87 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Taugahrörnunarsjúkdómar og sjálfsát frumna Inngangur Alzheimer sjúkdómurinn sviptir sjúklinginn minningum sínum, persónu sinni og að lokum lífinu sjálfu. Aðrir taugahrörnunarsjúk- dómar svipta sjúklinginn í fyrstu hreyfigetu, en leiða að lokum einnig til dauða. Líklega eru fáir sjúkdómar eins þjáningarfullir andlega og taugahrörnunarsjúkdómar eða eins mikið í húfi fyrir einstaklinginn. Taugasjúkdómar almennt eru einnig mjög kostnaðarsamir fyrir þjóðfélög og heilbrigðiskerfi. Yfir þriðjungur af öllum heilbrigðisútgjöldum í Evrópu er vegna sjúkdóma er tengjast heilanum.1 Í ljósi þeirrar staðreyndar hefur verið bent á að í raun ætti svipað hlutfall af rann- sóknarfé að renna til rannsókna á taugakerfinu, en hið raunverulega hlutafall er mun lægra. Í BNA er áætlað að beinn kostnaður vegna Alzheimer sjúkdómsins sé yfir tvö hundrað milljarðar Bandaríkjadala árlega2 en í Evrópu u.þ.b. hundrað milljarðar evra3. Við þetta bætist óbeinn kostnaður; umönnun, vinnu- tap, álag á ættingja og fleira. Líkurnar á því að fá taugahrörnunarsjúk- dóma aukast með hækkandi aldri. Hjá 65 ára og eldri greinast um 10% með Alzheimer sjúkdóminn en um 40% eftir 85 ára aldur – tölurnar miðast við vestræn samfélög.4 Með hækkandi meðalaldri, t.d. vegna betri úrræða gegn krabbameinum og hjartasjúkdómum, fjölgar tilfellum taugahrörnunarsjúkdóma og þar að leiðandi vex kostnaður gríðarlega. Hvoru tveggja mun margfaldast á næstu áratugum ef ekki koma fram betri meðferðarúrræði. Þetta ástand mun sliga bæði fjölskyldur og heil- brigðiskerfi. Meðferðarúrræði eru fá og snúast að mestu um að hægja á sjúkdómnum og gera jafnvel minna gagn en talið er.5 Orsök þess að lækningar eru svo gagnslitlar er fyrst og fremst sú að eftir að taugafrumur sjúklingsins fara að deyja, er líklega of seint að grípa í taumana.6 Hér er því um ólæknandi sjúkdóma að ræða sem oft hefur verið litið á sem tilfallandi afleiðingu af því að ná háum aldri. Með aukinni meðvitund almennings, bættum skilningi á orsökum, sérstaklega Alzheimer sjúkdómsins, og bættum greiningaraðferðum á þetta viðhorf til taugahrörnunar mjög líklega eftir að breytast og óskir eða kröfur um ráðleggingar varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir að aukast.7 Greining eldri ættingja mun einnig auka þann áhuga, þó ekki sé endilega um einfaldar erfðir að ræða. Slíka Taugahrörnunarsjúkdómar og æðasjúkdómar heila eru alvarleg ógn við heilsu einstaklinga og þjóðfélög. Helsti áhættuþátturinn er aukinn aldur. Þó oft sé mikið vitað um sjúkdómana er lítið um lækningar. Líklegt er að áhugi á fyrirbyggjandi aðgerðum t.d. gegn Alzheimer sjúkdómnum eigi eftir að aukast. Þó er lítið vitað um raunverulega fyrirbyggjandi aðgerðir enn sem komið er. Tilraunir á erfðabreyttum tilraunalífverum hafa sýnt að með því að hindra sjálfsát frumna eykst taugahrörnun. Aukið sjálfsát má einnig sjá í vefjum þar sem taugahrörnun á sér stað. Áhrif á sjálfsát frumna eða almenn eyðing á eitruðum prótein fjölliðum eru því mögulega fyrirbyggjandi aðgerð gegn taugahrörnun og taugasjúkdómum t.d. með lyfjagjöf. Hitaeiningaþurrð getur líka verið vörn gegn taugasjúkdómum, mögulega vegna áhrifs á sjálfsát. Það fer þó eftir eðli hvers sjúkdóms hvort aukning á sjálfsáti virkar sem fyrirbyggjandi aðgerð eða gæti hraðað sjúkdómnum. Slík áhrif gætu fengist með lyfjagjöf eða mögulega með breytingum á lífstíl, svo sem tímabundnu eða langvarandi svelti. Í þeim tilfellum þegar sjúkdómar sem eru tengdir uppsöfnun eitraðra próteina koma fyrr fram í nútímanum, gæti útskýringin legið í breytingum á sjálfsáti eða hitaeiningaþurrð. Pétur Henry Petersen Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 87–93, 2013 Ritrýnd grein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.