Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 88

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 88
Náttúrufræðingurinn 88 hugarfarsbreytingu má nema meðal vísindamanna nú þegar – að betra sé að einbeita sér að fyrirbyggjandi aðgerðum frekar en árangurslitlum meðferðarúrræðum.8,9 Mikill áhugi er á því meðal almennings hvað geti hægt á eða hindrað taugahrörnun og nú þegar má kaupa ýmisleg fæðu- bótarefni sem sögð eru gera einmitt það. Hins vegar hefur óháð nefnd á vegum bandarísku heilbrigðis- stofnunarinnar (NIH) gert nýlega heildarkönnun á mörgum mögu- lega fyrirbyggjandi úrræðum gegn Alzheimer sjúkdómnum (http://con- sensus.nih.gov/2010/alzstatement. htm). Í ljós kom að ekkert úrræði stóðst tölfræðilega grandskoðun. Það er því enn langt í land í leitinni að fyrirbyggjandi úrræðum. Hingað til virðist sem notkun mögulega fyrirbyggjandi aðgerða, vítamína eða fæðubótarefna byggist á þeirri trú að eitthvað ákveðið efni sé hollt eða nauðsynlegt t.d. vítamín og því sé það líklegt til að fyrirbyggja taugahrörnun en oftast vantar raunverulega tengingu við það sem gerist í frumunni. Hins vegar hafa grunnrannsóknir á orsökum frumudauða í Alzheimer sjúkdómnum og öðrum tauga- hrörnunarsjúkdómum leitt í ljós hvaða raunverulegu frumulíffræði- legu ferli fara úrskeiðis í verðandi sjúklingum. Þær niðurstöður munu verða grundvöllurinn fyrir raun- verulega fyrirbyggjandi aðgerðir, hvort sem það er í formi heilbrigðari lífsstíls, lyfja eða fæðubótarefna. Þessar rannsóknir byggja oftast á erfðabreyttum tilraunalífverum og undirstrika mikilvægi þeirra til að skilja meinafræði hæggengra sjúkdóma. Eitt þeirra ferla sem vinnur gegn taugahrörnun er eyðing á eitruðum próteinum í taugakerfinu áður en þau ná að valda skaða, með svokölluðu sjálfsáti frumna. Hér verður fjallað um hvort hægt sé að hafa áhrif á þetta tiltekna ferli sem mögulega fyrirbyggjandi aðgerð. Ekki er um tæmandi umræðu að ræða, enda hægt að skoða tauga- hrörnun og taugasjúkdóma frá mörgum sjónarhornum og framfarir eru mjög hraðar. Mýlildis sjúkdómar – sjaldgæfir, algengir eða mjög algengir? Helsti áhættuþáttur taugahrörn- unarsjúkdóma er yfirleitt aldur. Alzheimer sjúkdómurinn er lang- algengasti taugahrörnunarsjúk- dómurinn.2 Í honum myndar Aβ próteinið (Amyloid β) eitraðar fjölliður og fellur að lokum út sem torleyst mýlildi (e. amyloid). Í sjúkdómnum, sem erfist í miklum minni hluta tilfella með einföldum mendelískum erfðum (oft stökk- breytingar í genum er tengjast Aβ meðhöndlun), safnast mýlildisút- fellingar í taugavef, taugafrumur deyja og svokallaðir elliskellir (e. plaques) myndast. Nýlega hefur fundist stökkbreyting á Íslandi sem minnkar líkurnar á því að mynda skaðlegar fjölliður og er því verndandi gegn sjúkdómnum.10 Yfir 20 önnur prótein eru þekkt fyrir að mynda eitrandi fjölliður og að lokum torleyst mýlildi.11,12 Eitt þessara próteina er cystatin C, en stökkbreyting í því er völd að sjaldgæfum nær séríslenskum sjúk- dómi – arfgengri heilablæðingu13; Hereditary cerebral hemorrhage with amyloidosis- Icelandic type eða HCHWA-I, sjá 1. mynd sem sýnir cystatin C amyloid útfellingar í heila. Í arfgengri heilablæðingu fellur cystatin C próteinið út sem mýlildi í heilaæðum, veldur vefjaskemmdum og að lokum dauða. Svipar sjúkdómnum til afleiðinga þekktra stökkbreytinga í Aβ geninu svo sem hollensku stökkbreytingunni.14,15 Sjúklingar með arfgenga heilablæðingu lifa að meðaltali um 30 ár, en fyrr á öldum lifðu þeir mun lengur eða um 65 ár.16 Það bendir því til að einhver þáttur í nútímanum hraði sjúkdómnum, þáttur í for- tíðinni sem var verndandi eða að sjúkdómurinn magnist með hverri kynslóð. Ef ekki er um ein- hvers konar mögnun að ræða (t.d. hvatberaerfðir í tilvikinu að móðir beri sjúkdóminn) gæti þetta þýtt að þessir óþekktu orsakaþættir hefðu einnig áhrif á aðra hrörn- unarsjúkdóma. Ef eitthvað í 1. mynd. Arfgeng heilablæðing. Heilaæð úr sjúklingi er lést vegna arfgengrar heilablæðingar. Innst má sjá æðaþelsfrumur, svo þykkt brúnt lag cystatin C mýlildis. Höfundur myndar er Ásbjörg Snorradóttir doktorsnemi við HÍ. – Cerebral hemorrhage with amyloidosis- Icelandic type. Tissue section showing an artery from a patient who died from the disease. Endothelial cells can be seen in the lumen, surrounded by cystatin C amyloid, stained brown. From the PhD project of Asbjorg Snorradottir at the University of Iceland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.