Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 96
Náttúrufræðingurinn
96
gos sprungan næði upp í jökul og
gæti þá skapað hættu á jökulhlaupi.
Rým ingaráætlun var hrint í fram-
kvæmd svo 300–400 manns þurftu
að yfirgefa heimili sín í snatri.
Næsta dag var ljóst að gosið
var á auðu landi í um 1.000 m
hæð norðan vatna skila og virtist
hættulítið. Fólk gat því snúið heim
þá um kvöldið. Þetta var fremur
lítið og rólyndislegt gos, túristagos
af bestu gerð nema hvað árstíminn
var ekki réttur. Þrátt fyrir það var
mikil umferð við gos stöðvarnar
og ferðamenn, frétta menn og
vísindamenn komu hvaðan æva
að. Gígar hlóðust upp og gló andi
kvikustrókar náðu í 100–150 m
hæð. Hraunið var úr basalti, úfið
og seigfljótandi og hneig hægt til
að byrja með um hallalítið land
við gos stöðvarnar. Það stefndi til
norð urs í átt að Þórsmörk en féll
síðan í háum hraunfossum niður í
Hrunagil og Hvannárgil. Að kvöldi
31. mars opnaðist ný gossprunga
vestan við þá fyrri og gusu þær
báðar í nokkra daga. Smám saman
dró úr gosinu og hinn 13. apríl var
það yfirstaðið. Hraunið teygði sig
þá niður undir jafnsléttu norðan við
Fimmvörðu háls og var um 1,5 km2
að flatarmáli. Aðalgígar gossins
fengu nöfnin Magni og Móði en
hraunið kallast Goðahraun.
Gosið í Eyjafjallajökli
Þótt eldgosið á Fimmvörðuhálsi
hjaðn aði og kulnaði loks út varð
ekk ert lát á skjálftavirkni undir
Eyja fjallajökli enda dró nú til meiri
tíðinda. Klukkan 01.15 aðfararnótt
14. apríl hófst eldgos í háfjallinu.
Gosmökkur reis hratt í 6 km hæð
og síðan í allt að 10 km og öskufall
hófst. Eyjafjallajökull er 1.667 m hár
með stóran jökulfylltan toppgíg og
skriðjökul, Gígjökul, sem hnígur
um skarð í gígveggnum til norðurs
og endar í lóni niður undir Markar-
fljótsaurum. Mönnum var þegar í
stað ljóst að jökulhlaup væri yfir-
vof andi. Rýming hófst og 700–800
manns urðu að hraða sér að heiman
og á öruggari stað. Bændur urðu að
skilja búsmala sinn eftir heima sem
fáum þótti skemmtilegt. Hringveg-
inum var lokað og vegagerðarmenn
gerðu skörð í hann við Markar fljóts-
brú. Fyrsta jökulhlaupið kom niður
Gígjökul þegar um morguninn og
náði hámarki við jökulsporðinn um
hádegisbil. Kolgrár flaumurinn bylt-
ist yfir Gígjökulslón og fyllti það
af framburði og flæddi svo út á
Markarfljótsaura. Klukkutíma síðar
var hlaupið í hámarki við Markar-
fljótsbrú. Brúin stóð hlaupið af sér
m.a. vegna þeirra ráðstafana sem
grip ið hafði verið til. Vatna mælinga-
menn Veðurstofunnar töldu að
vatns magnið hefði verið 2.700 m3
á sekúndu. Hlaupið olli ein hverju
tjóni á ræktarlandi og gróðri en
ekki miklu. Annað jökul hlaup, af
völdum skammvinnra umbrota í
suðurhlíð jökulsins, fór til suðurs
og kom niður Svaðbælisá skammt
aust an Þorvaldseyrar og bar með sér
mikinn aur. Gosið færð ist í aukana
fram eftir fyrsta gosdeg inum og
síðdegis þann dag kom annað hlaup
niður Gígjökul nokkru minna en hið
fyrsta. Daginn eftir kom svo þriðja
hlaupið niður Gígjökul og var það
sínu mest. Í öll skiptin var rýming
sett í gang svo fólk var mjög á
faraldsfæti þessa daga.
Fyrstu dagana meðan bræðslu-
vatn streymdi stöðugt inn að gosrás-
unum var mikil sprengivirkni og
kvikan sundraðist í fíngerða ösku
sem barst allt að 10 km í loft upp og
dreifðist yfir land og haf og barst
langt suður og austur yfir meginland
Evrópu. Þann 18. apríl minnkaði
sprengivirkni og gjóskuframleiðsla
og hraun tók að flæða frá gígnum.
Þetta var seigfljótandi andesíthraun.
Hraunrennslinu lauk 4. maí en eftir
það var allnokkur sprengivirkni og
oft talsvert gjóskufall í nærsveitum
fjallsins, síðan tók að draga verulega
af gosinu uns samfelldri gosvirkni
lauk að kvöldi 22. maí.
Bændur höfðu verulegar áhyggj-
ur af skepnum sínum og ekki síður
2. mynd. Gos í Eyjafjallajökli 17. 4. 2010. Myndin nefnist Eldhestur. Ljósm./Photo: Martin Gasser.