Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 97

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 97
97 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags gróðri vegna gjóskunnar. Reynsla aldanna hefur kennt þeim að gjóskufall að vori er afdrifaríkara en á öðrum árstímum. Það var líka auðn arlegt að horfa yfir tún og ræktarlönd undir Eyjafjöllum á þessu vori. Allt var svart yfir að líta og hvergi stingandi strá að því er virtist. Hins vegar stóðu bæði gróð ur og dýr þetta áfall furðu vel af sér. Grasið óx upp úr öskunni svo þegar leið á sumarið var erfitt að ímynda sér að hvernig umhorfs hafði verið um vorið. Ferða þjón- ustufólki var líka mjög brugðið. Gosið í Eyjafjallajökli var ekki túrista gos þvert á móti virtist það ætla að umturna öllum ferða manna- iðnaðinum. Þótt það væri hvorki til takanlega mikið né langvinnt olli það miklu meiri truflunum á flug- sam göngum en nokkurn hefði órað fyrir að óreyndu. Askan, sem var óvenju fíngerð og barst því víða, var talin geta eyðilagt þotuhreyfla jafn vel þótt lítið væri af henni í loftinu. Því var sett á flugbann sem tók yfir mikið svæði um austanvert Norður Atlantshaf og teygði sig yfir Skandi n av íu og Bretlandseyjar og jafnvel lengra. Þetta bann stóð yfir dagana 15.–21. apríl. Flugfélög urðu fyrir tjóni, öngþveiti skapaðist í flug stöðv um og farþegar fyrir veru- leg um óþægindum. Eyjafjallajökull fékk á sig illt orð um heimsbyggðina og Ísland með og mátti vart við því í miðri Ice-Save deilunni. „Send cash not ash“ sögðu Bretar sárreiðir. Ferðafólk afpantaði ferðir, gistingu og aðra þjónustu í hópum og hætti við að koma til Íslands. Hrun virtist blasa við. Ferðamannastraumurinn glæddist þó fljótt og er leið að árs- lok um var ljóst að orðstýr Eyja- fjalla jökuls var farinn að verka með örf andi hætti á ferðamanna straum- inn. Skriðuföll og snjóflóð Að sögn Halldórs G. Péturssonar jarð fræðings á Akureyrarsetri Nátt- úru fræðistofnunar er ekki hægt að segja annað en árið 2010 hafi verið með rólegasta móti hvað snert ir skriðuföll. Fyrstu mánuði ársins urðu nokkur stök grjót hruns tilvik á vegakerfi landsins en í lok mars varð töluvert grjóthrun úr Svínahlíð við Þingvallavatn. Litlu munaði að tjón yrði á sumarhúsum sem standa þar neðan við hlíðina en trjágróður, girðingar og bátaskýli skemmdust. Um miðjan apríl gerði skarpa leys- ingu norðvestanlands með sunnan hvassviðri, hlýindum og talsverðri rigningu ofan í nýsnævi. Í kjölfarið féllu nokkrar skriður í Húnavatns- sýsl um, aðal lega í Langadal, Svart- ár dal og Vatns skarði, sem ollu minni háttar gróður skemmdum. Þann 11. maí varð mikil ásýndar- breyt ing á Bjarn ar ey í Vestmanna- eyjum, þegar allt að þúsund tonna fylla hrundi úr 120 m háum sjávar- hömrum svo grjótfjara myndaðist, þar sem áður var 15–20 m dýpi undir klettum. Í lok maí féll, í kjöl far leysinga og mikillar rigningar, stór skriða á Uxa hryggjar veg í Lunda- reykjadal í Borgarfirði. Fyrstu viku júlí var leiðinda tíðarfar víða um land með hvassviðri og mikilli rigningu á austanverðu landinu. Skriðuföll urðu í kjölfarið út með sunnan verðum Seyðisfirði og á Búlandsdal við Djúpavog féll stór skriða. Sú olli talsverðu tjóni á vatns veitu Djúpa vogshrepps. Seint í ágúst féllu skriðuspýjur víða á Miðnorðurlandi í kjölfar mikillar rign ingar og sama gerðist um miðj an september í Jökulsárhlíð. Í desember var lítilsháttar grjóthrun á þjóðvegi lands ins, aðallega á Vest- fjörðum þar sem tjón varð á bifreið í eitt skiptið. Verarmánuðir ársins voru snjó- léttir. Í ofanflóðagagnasafn Veður- stofu Íslands eru skráð fjölmörg snjóflóð en flest voru þau smá í snið um. Ekkert manntjón varð en nokkr um sinnum skall hurð nærri hælum. Aldrei þurfti að grípa til rýminga vegna snjóflóðahættu en nokkrum sinnum voru gefnar út viðvaranir til ferðafólks, aðallega um mánaðarmótin mars og apríl. Lítið sem ekkert fjárhagslegt tjón varð fyrir utan kostnað af flóðum sem féllu yfir vegi. Eitt flóð olli tjóni á lyftumannvirki skíðasvæðisins á Siglufirði. Jöklar og jökulhlaup Sporðamælingar á jöklum sýna alstaðar hörfun nema á einum stað. Þetta er í samræmi við það sem vænta mátti miðað við tíðarfarið. Heimildirnar eru úr skýrslu Odds Sigurðssonar jarðfræðing í Frétta- bréfi Jöklarannsóknarfélags ins. Sum ar ið var með alhlýjasta móti 3. mynd. Gjóskufall á Þorvaldseyri 24. 4. 2010. Ljósm./Photo: Ingibjörg Kaldal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.