Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 98

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 98
Náttúrufræðingurinn 98 eins og fyrr er nefnt og ofan á það bættist öskusalli frá Eyjafjallajökli sem jók leysingu á flestöllum jökl- um. Það var þó ekki á Eyja fjallajökli og Mýrdalsjökli því þar var askan svo þykk að hún einangr aði ísinn. Til þess þarf aðeins þunnt lag. Þetta olli því að flestar jökulár, nema þær sem koma frá Mýrdals- og Eyja- fjalla jökli, voru vatnsmeiri en áður hefur mælst. Eini jökullinn sem gekk fram var Heinabergsjökull. Hann hefur löngum þótt ólíkindatól þar sem sporður hans er á floti í jökullóni og bregst því á lítt fyrir- sjáanlegan hátt við tíðarfarinu. Eng- in framhlaup urðu í jöklum landsins. Einn jökull tók breytingum umfram aðra jökla en það var Gígjökull í Eyjafjallajökli. Hann galt mikið afhroð af völdum eldgoss og vatns- hlaupa. Gígjökulslónið við jökul- sporð inn er horfið og í stað snæ- hvítrar ísbungunnar á hájökl in um er nú svartur gígur. Hlaup kom úr báðum Skaftár- kötlum í júní. Í fyrri hluta mánað ar- ins hljóp sá vestari miðlungshlaupi sem mældist um 600 m3/s á mæli- staðnuim við Sveinstind. Í seinni hluta mánaðarins tæmdi eystri ket ill inn sig. Hlaupið var með þeim stærstu sem komið hafa úr katlinum og náði 1.400 m3/s. Það er jarðhiti undir jöklinum sem veldur þessum hlaupum. Smádýr Í maí mánuði fóru að berast fregnir af hunangsflugunni rauðhumlu (Bombus hypnorum) í þéttbýli suð- vestanlands. Tegundin fannst fyrst í Keflavík 2008 og þá var jafnvel talið að um einangrað atvik tengt plöntu- innflutningi væri að ræða sem upp- götvaðist áður en flugan náði víðari útbreiðslu. Ári síðar fannst rauð- humla í Vesturbæ Reykjavíkur og tíðar fregnir nú benda til að teg- und in hafi náð bólfestu hérlendis. Við nánari athugun kom í ljós að um tvær náskyldar tegundir hafði verið að ræða en ekki var hægt að stað festa tegundagreiningu í öllum til vikum sem frést hafði af flugunni. Þó var ljóst að rauðhumla fannst í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík. Hin tegund in sem hlaut nafnið ryð- humla (Bombus pascuorum) fannst í nokkrum mæli í Hveragerði og einn ig í Kjarnaskógi við Akureyri og því má búast við að hún finnist víðar á landsbyggðinni. Haustlægðir bera oft með sér áhugaverða og langt að komna flæk- inga og að þessu sinni barst fjöl breytt fiðrildaganga til landsins í kring um 10. september og veiddist óvenju mikill fjöldi netluygla (Xestia c-nigr- um) í fiðrildagildrur við Kvísker. Göngunni virðast einnig hafa fylgt gulyglur (Noctua pronuba) sem reynd ar eiga einnig heimkynni hér og kálmölur (Plutella xylostella). Að lokum má einnig nefna gullglyrnur (Chrysoperla carnea) sem eru net- vængj ur en ekki fiðrildi, en mikill fjöldi var af þeim í Lóni að kvöldi 10. september. Fuglar og fiskar Af flækingsfuglum sem bárust til landsins ber helsta að nefna ameríska hrossagaukinn flóasnípu (Gallinago delicata) sem sást í fyrsta sinn hérlendis 13. júní í Engidal í Bárðar dal og grímuskríkju (Geo- thlyp is thichas) sem sást í þriðja sinn á Íslandi í lok september í Heimaey. 4. mynd. Nýir landnemar; a) rauðhumla (Bombus hypnorum), b) kálmölur (Plutella xylostella), c) gullglyrna (Chrysoperla carnea), d) netluygla (Xestia c-nigr um) og e) gulygla (Noctua pronuba). Ljósm./Photos: Erling Ólafsson. 5. mynd. Grímuskríkja (Geo thlyp is thichas). Ljósm./Photo: Ingvar A. Sigurðsson. b) d) e) c) a)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.