Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 101
101
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Fundir stjórnar
Á aðalfundi HÍN, sem haldinn
var 26. febrúar 2011, var útrunnið
tveggja ára kjörtímabil þeirra Esterar
Ýrar Jónsdóttur, Estherar Ruthar
Guðmunds dóttur og Hilmars J.
Malmquists. Þau gáfu öll kost á sér
til áframhaldandi stjórnarsetu og
hlutu til þess kosningu.
Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn
haldið níu venjubundna stjórnar-
fundi. Flestir þeirra voru haldnir
í húsakynnum Náttúruminjasafns
Íslands í Loftskeytastöðinni gömlu
við Suðurgötu. Á fyrsta fundi skipti
stjórnin með sér verkum, öðrum en
formannsstarfinu en formaður var
kosinn til tveggja ára á aðalfundinum
2010. Engar breytingar voru gerðar á
hlutverkaskipan: Árni Hjartarson
formaður, Esther Ruth Guðmunds-
dóttir varaformaður, Hilmar Malm-
quist ritari, Kristinn Albertsson gjald-
keri, Ester Ýr Jónsdóttir fræðslu-
stjóri, Jóhann Þórsson félags vörður,
Rannveig Guicharnaud með -
stjórnandi.
Rannveig fékk síðan góða stöðu
suður á Ítalíu og hvarf af landi brott
sl. haust en þar sem engir varamenn
eru í stjórn félagsins var enginn til
að fylla hennar skarð.
Maífundur félagsins var haldinn
í húsi Náttúrufræðistofnunar á
Urriða holti og skjalasafn félagsins
skoðað.
Félagsmenn
Fjöldi félagsmanna nú er samkvæmt
félagatali 1.296. Í fyrra voru félags-
menn 1.314 skv. gögnum félags-
varð ar. Í félagið gengu 26. Alls hættu
44 þar af dóu 3. Á meðal þeirra sem
létust var einn heiðurs félagi, Einar
B. Pálsson, verkfræð ingur. Hann
gerðist félagi í HÍN árið 1944 og var
kjörinn heiðursfélagi 1991. Fækkun
félagsmanna í HÍN á starfsárinu
er því 18 manns. Þótt fækkun hafi
orðið á árinu þá eru félagarnir samt
60 fleiri en um aldamótin.
Fræðsluerindin
Fræðslufundirnir voru haldnir í
stofu 132 í Öskju. Reglan er sú að
þeir eru haldnir síðasta mánudag
hvers mánaðar á tímabilinu septem-
ber til maí að desember undan-
skild um. Frá síðasta aðalfundi hafa
verið sjö fundir. Aprílfundurinn
færð ist fram í maí vegna páska-
helgarinnar. Febrúarfundurinn með
erindi Páls Imsland, Að fara litum,
um litbreytingaferli litföróttra hrossa,
verður núna strax eftir helgi. Aðsókn
á þessa fundi hefur verið allsæmi-
Skýrsla stjórnar
HÍN fyrir árið 2011
1. mynd. Stjórn HÍN 2011. Jóhann Þórsson félagsvörður, Kristinn Albertsson gjaldkeri,
Árni Hjartarson formaður, Esther Ruth Guðmundsdóttir varaformaður, Hilmar Malmquist
ritari og Ester Ýr Jónsdóttir fræðslustjóri. Á myndina vantar Rannveigu Guicharnaud.
Náttúrufræðingurinn 83 (1–2), bls. 101–104, 2013