Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 28
Náttúrufræðingurinn
28
Fæðu- og óðalsatferli ungra
laxfiska í íslenskum ám
INNGANGUR
Skyldar lífverur hafa oft ámóta lifn-
aðarhætti og nýta sambærilegar
vistir.1,2 Þótt tegundir séu skyldar
er þó iðulega blæbrigðamunur á
aðlögun þeirra, og getur hann leitt
til mismunar í búsvæðavali og út-
breiðslu.2 Slíkur munur getur m.a.
falist í útliti, lífeðlisfræðilegum
þáttum og ekki síst atferli.2,3 Rann-
sóknir á atferli geta því veitt nokkra
innsýn í stofnvistfræði dýra og í
það hvernig einstaklingar skyldra
tegunda velja búsvæði, keppa um
þau og deila þeim.4
Hérlendis lifa þrjár tegundir
villtra laxfiska, bleikja (Salvelinus
alpinus), urriði (Salmo trutta) og lax
(Salmo salar) (1. mynd). Þær nýta
sér fjölbreytt búsvæði í íslenskum
ám, sem eru ólíkar að vatnshita,
framleiðni og straumlagi. Þessir
umhverfisþættir ráðast einkum af
aldri og gegndræpi berggrunns-
ins þar sem áin rennur, af gróðri á
vatnasviði árinnar og af því hvort
í ána rennur jökulvatn.5 Tegund-
irnar þrjár gera ólíkar kröfur til
þessara umhverfisþátta.6,7,8 Bleikjan
velur lygnustu búsvæðin og hana
er helst að finna í kaldari og nær-
ingarsnauðari ám.6 Lax velur
straumhörð búsvæði og er ríkjandi
í hlýjustu og frjósömustu ánum,8
en urriðinn nýtir sér oft búsvæði
og straumvötn sem liggja á milli
hinna tegundanna tveggja hvað
varðar þessa umhverfisþætti (2.
mynd). Þrátt fyrir þessa almennu
Fæðu- og óðalsatferli hefur mikil áhrif á þéttleika og útbreiðslu ungra
laxfiska í ám. Til þessa hefur atferli íslenskra laxfiska og samspil þess
við vistfræðilega þætti lítt verið rannsakað. Hér eru kynntar niðurstöður
tveggja rannsókna um fæðuatferli (153 fiskar; bleikja, urriði og lax) og óð-
alsatferli (61 fiskur; bleikja og urriði) vorgamalla (0+) laxfiska í íslenskum
ám. Flestir fiskar leita úr kyrrstöðu að bráð sem berst með vatnsstraumnum
en þó má finna talsverðan einstaklings-, stofna-, og tegundamun í hreyfan-
leika við fæðuleit og óðalsatferli. Bleikja heldur sig í lygnasta vatninu og er
hreyfanlegust, lax notar straumhörðustu svæðin og hreyfir sig minnst, en
atferli og búsvæðaval urriðans liggur þar á milli. Óðul bleikju eru stærri
en urriða, stærri fiskar helga sér stærri óðul og óðul minnka með auknu
fæðuframboði. Þá virðist urriði verja óðul sín betur en bleikja. Íslenskir
laxfiskar sýna því mikinn fjölbreytileika í fæðu- og óðalsatferli, sem tengist
búsvæðanotkun þeirra og mótar hana jafnframt. Rannsóknir á atferli auka
skilning okkar á þeim ferlum sem liggja að baki búsvæðavali, hæfni og út-
breiðslu villtra laxfiska í íslenskum ám.
Stefán Óli Steingrímsson, Tyler Douglas Tunney og
Guðmundur Smári Gunnarsson
Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 28–36, 2015
Ritrýnd grein
1. mynd. Vorgömul (0+) seiði íslenskra laxfiskategunda. Frá vinstri urriði (Salmo trutta),
bleikja (Salvelinus alpinus) og lax (Salmo salar). Á þessu aldursskeiði er urriði með rauðleit-
an veiðiugga, hjá bleikju er fremsti uggageisli bakuggans ljósari að lit en hjá hinum tegundun-
um, og lax er með áberandi stóra eyrugga.– Young-of-the-year (0+) individuals of each Icelandic
salmonid species, from left brown trout (Salmo trutta), Arctic charr (Salvelinus alpinus) and
Atlantic salmon (Salmo salar). At this age, brown trout have a reddish adipose fin; Arctic charr
have much lighter coloured fin ray at the front of the dorsal fin than the other two species, and
Atlantic salmon have very big pectoral fins. Ljósm./Photo: Stefán Óli Steingrímsson.