Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 37
37 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags MÆÐI OG VISNA OG UPPHAF LENTIVEIRURANNSÓKNA Mæði og visna eru sauðfjársjúkdómar sem bárust til Íslands árið 1933 með innfluttu fé af karakúlkyni. Sýkingartilraunir í kindum sýndu að mæði og visna voru smitsjúkdómar og að 2–3 ár liðu frá því að smit átti sér stað þar til sjúkdómseinkenni komu í ljós. Rannsóknir á þessum sauðfjársjúk- dómum urðu kveikjan að kenningu Björns Sigurðssonar um hæggenga smitsjúkdóma sem sett var fram 1954 og vakti heimsathygli. Veiran sem veldur visnu var ræktuð í frumurækt frá kindaheila árið 1957 og ári seinna ræktaðist mæðiveira frá sýktum lungum. Báðar veirurnar ollu svipuðum frumuskemmdum og rannsóknir í rafeindasmásjá sýndu sams konar kúlu- laga veiruagnir sem urðu til við knappskot frá frumuhimnu. Rannsóknir sýndu að þetta var ein og sama veiran og var hún nefnd mæði-visnuveira. Veiran þótti líkjast RNA-æxlisveirum í hænsnum og músum. Skyldleiki við æxlisveirur var seinna staðfestur þegar ensímið öfugumriti (e. reverse transcriptase) fannst í mæði-visnuveirunni og hún reyndist vera RNA-veira. Hún var þá flokkuð sem retróveira eins og æxlisveirurnar. Árið 1975 var mæði-visnuveira flokkuð í undirflokk retróveira, lentiveirur, sem valda ekki æxlisvexti heldur sjúklegum breytingum í frumurækt og hæggengum bólgusjúkdómum í dýrum. Heitið lentiveirur vísar til þess að þær valda hæggengum sjúkdómum, en lentus merkir hægur á latínu. Þegar veiran sem veldur alnæmi ræktaðist frá alnæmissjúklingum laust eftir 1980 kom í ljós að hún var lentiveira, náskyld mæði-visnuveiru. Alnæmi er hæggengur smit- sjúkdómur samkvæmt skilgreiningu Björns Sigurðssonar og alnæmisveiran var fyrsta lentiveiran sem olli hæggengum smitsjúkdómi í mönnum. Halldór Þormar Ritrýnd grein Inngangur Snemma árs 1983 ræktaðist veira í frumurækt úr eitlum sjúklings með útbreiddar eitlastækkanir, sem voru þekkt forstigseinkenni alnæmis.1 Rafeindasmásjárrann- sókn á veirusýktri T-eitilfrumu- rækt sýndi að veiruagnir sem líktust RNA-æxlisveirum mynd- uðust við knappskot frá frumu- himnu. Þegar öfugumriti (víxlriti, e. reverse transcriptase) fannst í veirunni var staðfest að hún væri retroveira. Í fyrstu var talið að veiran væri af flokki retroveira sem valda eitilkrabbameini í mönnum, en samanburður á genamengi sýndi að svo var ekki heldur var genamengið í samsvörun við áður þekktar lentiveirur, einkum mæði- og visnuveiru.2 Veiruagnirnar og myndun þeirra líktust einnig mest lentiveirum. Næstu árin ræktað- ist fjöldi veirustofna frá alnæm- issjúklingum og fengu þeir ólík nöfn á mismunandi rannsóknar- stofum. Samanburður á genamengi sýndi óverulegan mun þannig að Alþjóðanefndin um flokkunarkerfi veira (International Committee on Taxonomy of Viruses) úrskurðaði árið 1986 að ein veirutegund ylli alnæmi, og nefndi hana human immunodefici- ency virus, HIV.3 Luc Montagnier, sem ásamt samstarfsmönnum sínum ræktaði fyrstur alnæmisveiruna, taldi mik- ilvægt að hún flokkaðist með lenti- veirum dýra.4 Hann benti á að 1. mynd. Íslenskt sauðfé. – Icelandic sheep. Ljósm./Photo: Tilraunastöð Háskóla Íslands í meina- fræði á Keldum. Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 37–45, 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.