Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 41
41 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 7. mynd. a. Heilbrigð frumurækt úr kindaheila. Endurprentað með leyfi Springer Science+Business Media B.V.23 b. Frumubreytingar í sýktri frumurækt. Endurprentað með leyfi Elsevier.27 (Giemsa litun.) – a. Monolayer of uninfected sheep cells. Reprinted with kind permission from Springer Science+Business Media B.V.23 b. Cytopathic effect in infected sheep cells, consisting of multinucleated cell syncytia. Reprinted with kind permission from Elsevier.27 tekin nokkrum sinnum og komu sams konar breytingar í ljós eftir 1–3 vikur, eftir því úr hvaða visnu- heilum síaði safinn var tekinn. Safi úr heilum heilbrigðra kinda olli engum breytingum í frumurækt- inni. Síuðum vökva af frumurækt með sjúklegum frumubreytingum var sáð í heilbrigða rækt og komu þá breytingarnar fyrr í ljós en eftir að síuðum heilasafa var sáð í frumu- rækt. Þetta benti til þess að veiran fjölgaði sér í ræktinni. Til að athuga hvort veiran sem sýkti frumuræktina væri orsök visnu í kindum var síuðum vökva af sýktri frumurækt sprautað í heila heilbrigðra lamba. Nokkrum vikum seinna hækkaði frumutala ein- kjörnunga í mænuvökva lambanna, sem er fyrsta einkenni visnusýk- ingar, og seinna komu í ljós visnu- skemmdir í heila. Síuðum mænu- vökva úr sýktum lömbum var sáð í frumurækt og olli þar sjúklegum breytingum. Þynningum af frumu- ræktarvökvanum var þá sáð í nýja rækt, og svo koll af kolli. Vökvanum var loks sprautað í lömb sem aftur sýndu einkenni um visnu.23 Þessar tilraunir gáfu sterka vísbendingu um að veiran sem óx í frumurækt væri visnuveiran, og hafa allar síðari rannsóknir staðfest það. Rannsóknir í frumu- rækt á stöðugleika visnuveiru Eftir ræktun visnuveiru í frumu- rækt gátu nákvæmar rannsóknir ha- fist á eiginleikum veirunnar. Áður þurfti þó að svara mikilvægum spurningum um þessa nýju og áður óþekktu veiru, ekki síst vegna hins alvarlega, banvæna sjúkdóms sem hún olli. Athugað var annars vegar hvernig hægt væri að gera veiruna óvirka og skaðlausa ef nauðsyn bæri til, og hins vegar hvernig hún héldi virkni við mismunandi hita- stig. Einfaldar tilraunir sýndu að stöðugleiki visnuveiru var svipaður og annarra þekktra manna- og dýra- veira.24 Hitun við 57°C, 0,04% form- aldehýð, 50% etanól og útfjólublátt ljós gerðu hana skaðlausa á svip- uðum tíma og aðrar veirur. Hún var stöðug við 4°C í að minnsta kosti viku og í marga mánuði við –50°C, og hún þoldi vel endurtekna frystingu og þiðnun. Þetta auðveld- aði rannsókn á henni í frumurækt, t.d. við geymslu á sýnum. Sýking á frumurækt úr mönnum og dýrum, öðrum en kindum Afmýlun í hvítu miðtaugakerfis er áberandi í kindum með langt gengna visnu. Þetta vakti sérstaka athygli og áhuga Björns Sigurðs- sonar sem taldi hugsanlegt að visna og MS (heila- og mænusigg, e. multiple sclerosis) væru skyldir sjúk- dómar. Hann setti fram þá tilgátu að MS og aðrir langvinnir miðtauga- kerfissjúkdómar í mönnum væru af völdum hæggengra veirusýk- inga og að ef til vill mætti nota hæggenga dýrasjúkdóma sem rann- sóknarlíkan fyrir þessa sjúkdóma.22 Þótt síðar kæmi í ljós við nákvæm- ari rannsóknir að afmýlun í visnu og MS eru af ólíkum toga25 vakti sú hugmynd að veira væri orsök MS mikla athygli og ýmsar veirur voru í kjölfarið rannsakaðar sem hugsan- legir orsakavaldar MS. Sá möguleiki að visnuveira gæti valdið MS eða skyldum sjúkdómum í mönnum olli þeim nokkrum áhyggjum sem voru að rannsaka veiruna í frumu- rækt þar sem veirumagnið gat verið allt að 10 milljón sýkjandi einingar í millilítra. Tilraunir voru því gerðar til að rannsaka hvort veiran gæti valdið sjúklegum breytingum og fjölgað sér í frumurækt úr manns- heila. Miklu magni af visnuveiru var sáð í frumuræktina og síðan fylgst með henni í nokkra mánuði. Stöku fjölkjarna risafruma sást í frumulaginu og veiran hélst þar í litlu magni. Mannafrumurnar höfðu því mjög lítið næmi fyrir veirunni26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.