Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 71
71
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
6. mynd. Jean-Baptiste d´Alembert (1717–
1783).
Unnt var þá að fylgjast með veðri og
vindum samtímis á mörgum stöðum
og skrifa upplýsingarnar á landakort.
Veðurkort urðu til.
Á 17. og 18. öld urðu einnig fræði-
legar framfarir í veðurfræði. Landa-
fundir heimtuðu útlistanir ásamt
kynnum af staðvindum sunnar á
hnettinum og öðru ókunnu, og fram
komu snjallar kenningar um hreyf-
ingar í lofthjúpi jarðar (m.a. frá ensku
vísindamönnunum Edmond Halley
og George Hadley). Þá voru afl-
fræðilögmál Newtons notuð til að
lýsa hreyfingu vökva og lofttegunda
og færustu stærðfræðingar spreyttu
sig á að útskýra eðli loftstrauma
(Jean-Baptiste dʼAlembert (6. mynd)
og Leonhard Euler (7. mynd)). Á 19.
öld lagði varmafræðin til lögmál sín
og fullkomnaði þannig eðlisfræði-
kerfi það sem á fræðilegan hátt lýsir
hreyfingum í lofthjúpi jarðar.
Meginvörður á fram-
farabraut á 20. öld
Í þessu stutta ágripi af forsögu
eða aðdraganda nútímaveðurfræði
hefur verið stiklað á stóru. Verður
látið staðar numið á seinni hluta
20. aldar og klykkt út með því að
tilgreina meginvörður á framfara-
braut veðurfræðinnar á öldinni. Frá-
sögn af þróun síðustu áratuga yrði
að vonum efni í aðra umfjöllun.
a) Uppgötvanir hins svo-
nefnda Björgvinjarskóla Vilhelms
Bjerknes á öðrum áratug aldar-
innar.13 Var þá lagður grundvöllur
að þeim aðferðum við veðurspár
sem réðu lögum og lofum næstu
hálfa öld (8. mynd).
b) Bók Lewis Richardsons um
tölulegar veðurspár.14 Bókin kom út
á þriðja áratugnum, en aðferðirnar
þurftu að bíða hinna hraðskreiðu
tölva nútímans til að nýtast. Þær
eru grundvöllur veðurspáa nú á
dögum, þótt margvíslegar umbætur
og aðrar hugvitsamlegar lausnir séu
í sífellu lagðar til (9. mynd).15
c) Tölvutæknin hefur valdið
byltingu í veðurfræðinni.16 Ótal
gerðir reiknilíkana eru smíðaðar.
Sumum er ætlað að lýsa fyrir-
ferðarlitlum fyrirbærum, vind-
sveipum í húsagarði, öðrum mjög
stórum bylgjum í háloftum. Til-
raunir eru gerðar til að tengja í líkani
lofthjúp og úthöf og kanna með því
víxláhrif hafs og lofts.
d) Veðurtungl geimaldar,
sem hófst upp úr miðri 20. öld,
hafa einnig valdið straumhvörfum
við könnun á jörðinni, þar með
talið skýjum og yfirborði úthafa.17
Skynjarar fyrir ólík tíðnibönd gera
mönnum kleift að dæma yfirborðs-
hita, sjá í myrkri og gegnum ský.
Í bók sem kom út um síð-
ustu aldamót, Meteorology at the
Millenium (Veðurfræði um alda-
hvörf), er skyggnst yfir sviðið og
fjallað um stöðu veðurfræðinnar á
ýmsa vegu.18
Veðurfræði á Íslandi
Þekking á veðurlagi hér á landi og
veðri frá degi til dags tók eins og
gefur að skilja að safnast upp allt
frá tímum landkönnunar og land-
náms.19 Hafís úr Grænlandssundi
þótti tíðindum sæta, svo mjög að
landið sjálft var kennt við hann
að tillögu Hrafna-Flóka. Siglingar,
ferðir innanlands og búskapur voru
háð veðrinu og menn hafa frá fyrstu
tíð með aukinni reynslu lagt sinn
skilning í eðli náttúruaflanna. Í
fornbókmenntunum er oft minnst á
veðurfar og hafís.
8. mynd. Vilhelm Bjerknes (1862–1951).
7. mynd. Leonhard Euler (1707–1783).
9. mynd. Lewis Fry Richardson (1881–1953).