Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 71

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 71
71 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 6. mynd. Jean-Baptiste d´Alembert (1717– 1783). Unnt var þá að fylgjast með veðri og vindum samtímis á mörgum stöðum og skrifa upplýsingarnar á landakort. Veðurkort urðu til. Á 17. og 18. öld urðu einnig fræði- legar framfarir í veðurfræði. Landa- fundir heimtuðu útlistanir ásamt kynnum af staðvindum sunnar á hnettinum og öðru ókunnu, og fram komu snjallar kenningar um hreyf- ingar í lofthjúpi jarðar (m.a. frá ensku vísindamönnunum Edmond Halley og George Hadley). Þá voru afl- fræðilögmál Newtons notuð til að lýsa hreyfingu vökva og lofttegunda og færustu stærðfræðingar spreyttu sig á að útskýra eðli loftstrauma (Jean-Baptiste dʼAlembert (6. mynd) og Leonhard Euler (7. mynd)). Á 19. öld lagði varmafræðin til lögmál sín og fullkomnaði þannig eðlisfræði- kerfi það sem á fræðilegan hátt lýsir hreyfingum í lofthjúpi jarðar. Meginvörður á fram- farabraut á 20. öld Í þessu stutta ágripi af forsögu eða aðdraganda nútímaveðurfræði hefur verið stiklað á stóru. Verður látið staðar numið á seinni hluta 20. aldar og klykkt út með því að tilgreina meginvörður á framfara- braut veðurfræðinnar á öldinni. Frá- sögn af þróun síðustu áratuga yrði að vonum efni í aðra umfjöllun. a) Uppgötvanir hins svo- nefnda Björgvinjarskóla Vilhelms Bjerknes á öðrum áratug aldar- innar.13 Var þá lagður grundvöllur að þeim aðferðum við veðurspár sem réðu lögum og lofum næstu hálfa öld (8. mynd). b) Bók Lewis Richardsons um tölulegar veðurspár.14 Bókin kom út á þriðja áratugnum, en aðferðirnar þurftu að bíða hinna hraðskreiðu tölva nútímans til að nýtast. Þær eru grundvöllur veðurspáa nú á dögum, þótt margvíslegar umbætur og aðrar hugvitsamlegar lausnir séu í sífellu lagðar til (9. mynd).15 c) Tölvutæknin hefur valdið byltingu í veðurfræðinni.16 Ótal gerðir reiknilíkana eru smíðaðar. Sumum er ætlað að lýsa fyrir- ferðarlitlum fyrirbærum, vind- sveipum í húsagarði, öðrum mjög stórum bylgjum í háloftum. Til- raunir eru gerðar til að tengja í líkani lofthjúp og úthöf og kanna með því víxláhrif hafs og lofts. d) Veðurtungl geimaldar, sem hófst upp úr miðri 20. öld, hafa einnig valdið straumhvörfum við könnun á jörðinni, þar með talið skýjum og yfirborði úthafa.17 Skynjarar fyrir ólík tíðnibönd gera mönnum kleift að dæma yfirborðs- hita, sjá í myrkri og gegnum ský. Í bók sem kom út um síð- ustu aldamót, Meteorology at the Millenium (Veðurfræði um alda- hvörf), er skyggnst yfir sviðið og fjallað um stöðu veðurfræðinnar á ýmsa vegu.18 Veðurfræði á Íslandi Þekking á veðurlagi hér á landi og veðri frá degi til dags tók eins og gefur að skilja að safnast upp allt frá tímum landkönnunar og land- náms.19 Hafís úr Grænlandssundi þótti tíðindum sæta, svo mjög að landið sjálft var kennt við hann að tillögu Hrafna-Flóka. Siglingar, ferðir innanlands og búskapur voru háð veðrinu og menn hafa frá fyrstu tíð með aukinni reynslu lagt sinn skilning í eðli náttúruaflanna. Í fornbókmenntunum er oft minnst á veðurfar og hafís. 8. mynd. Vilhelm Bjerknes (1862–1951). 7. mynd. Leonhard Euler (1707–1783). 9. mynd. Lewis Fry Richardson (1881–1953).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.