Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 72

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 72
Náttúrufræðingurinn 72 Stöku Íslendingar komast líka furðu fljótt í kynni við vísindalega veðurfræði. Talið hefur verið að Oddur Einarsson hafi lært hjá Tycho Brahe er hann var við nám í Kaup- mannahöfn á árunum 1583–1585. Oddur fjallar m.a. um veður og hafís í Íslandslýsingu sinni.20 Þess má geta til gamans að sögupersóna í þekktri tunglferðasögu Keplers var íslenskur biskup, en Kepler var aðstoðarmaður Brahes er sá síðarnefndi hrökklaðist til Prag undan Kristjáni IV. Fyrstu náttúrufræðingar Íslendinga (sam- kvæmt rannsóknum Steindórs frá Hlöðum), þeir Oddur, Gísli sonur hans, Jón lærði Guðmundsson og Þórður Þorláksson Vídalín, fjölluðu um veður, mismikið þó.21 Nýlega kom í leitirnar í bresku skjalasafni bréf frá sr. Páli Björnssyni í Selárdal við Arnarfjörð, og ber það vitni um að Páll hafi mælt hita með hitamæli heima í Selárdal. Mælinn áttu menn frá Konunglega vísinda- félaginu í Englandi, sem þarna voru staddir stund úr degi í júlí 1664, og höfðu hann síðan með sér út í skip eftir heimsóknina til hins lærða pró- fasts. Er þetta elsta mæling á Íslandi sem vitað er um. Elstu reglubundnu mælingar sem vitað er um á landinu eru hins vegar athuganir Niels Horrebows á Bessastöðum um miðja 18. öld, frá 1. ágúst 1749 til 30. júlí 1751. Þar er tilgreint veðurlag, vindátt, loftvog í frönskum þumlungum og hitastig á Réaumur-mæli. Þráðurinn var tekinn upp aftur árið 1779 með athugunum Rasmus Lievogs stjörnumeistara. Þær hófust á Bessastöðum en árið eftir flyst athugunarstaðurinn að Lambhúsum, sem stóðu um 330 metra suðvestur af kirkjudyrum á Bessastöðum. Athuganir og mæl- ingar Lievogs stóðu til ársins 1805. Jón Þorsteinsson landlæknir í Nesi við Seltjörn hóf veðurathug- anir í ársbyrjun 1823 og hélt þeim uppi af ótrúlegri elju fram á elliár, en hann lést árið 1855. Árið 1845 hefjast veðurathuganir í Stykkishólmi. Hafa þær haldist til þessa dags og er því Stykkishólmur elsta veðurathugunarstöð á landinu. Veðurathugunarstöðvum á Íslandi hefur fjölgað jafnt og þétt síðan á seinni hluta 19. aldar. Allítarlega hefur verið fjallað um veðurathug- anir á Íslandi fyrr á tíð, og ber þar einkum að nefna verk þeirra Trausta Jónssonar veðurfræðings og Hilm- ars Gunnþórs Garðarssonar sagn- fræðings.22,23,24 Fræðileg veðurfræði varð einnig smám saman frásagnarefni mennta- manna. Þessir fræddu landa sína: Jónas Hallgrímsson, í senn mesti náttúrufræðingur og mesta skáld Íslands er hann lést;23 sr. Magnús Grímsson er gaf út bók um eðlis- fræði; Benedikt Gröndal náttúru- fræðingur og skáld, einn stofn- enda Hins íslenska náttúrufræði- félags og fyrsti formaður þess; og kempan Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðingur.25 Í tímaritum, Skírni, Andvara og Eimreiðinni, birtust greinar um náttúrufræði, þar á meðal nokkrar um veðurfar, jökultíma og skyld efni. Merkast rita um fræðilega veðurfræði á þessu tímabili virðist 100 blaðsíðna hefti sem Hið íslenska þjóðvinafélag gaf út í Kaupmanna- höfn árið 1882: Um vinda. Höfuð- þáttur almennrar veðurfræði, eptir C. F. E. Björling, háskólakennara í Lundi; íslenzkaður og útgefinn að tilhlutan Hins íslenzka þjóðvinafélags.26 Þessi litla bók hlýtur að hafa verið einstaklega áhugaverð á sínum tíma og hefur vísast sáð fræjum fróðleiksfýsnar og áhuga á veðurfræði í huga ungs fólks þótt enn liðu nokkrir áratugir áður en íslenskir námsmenn legðu fyrir sig veðurfræði. Hinn hógværi þýð- andi bókarinnar er hvorki nefndur á nafn á titilblaði né annars staðar 10. mynd. Jón Eyþórsson, (1895–1968), ungur maður árið 1916. Að loknu stúdentsprófi 1917 hóf Jón nám í verkfræði við Hafnarháskóla. Hann venti þó fljótlega kvæði sínu í kross og lagði stund á náttúrufræði þar til hann hélt til Noregs árið 1919. Hann lauk cand.mag.-prófi við Há- skólann í Osló árið 1923, en hafði þá þegar hafið störf við veðurfræðirannsóknir og veðurspár við Háskólann í Bergen. Árið 1926 hélt Jón að lokum heim á leið í ævistarfið á hina nýju Veðurstofu Íslands.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.