Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 72
Náttúrufræðingurinn 72 Stöku Íslendingar komast líka furðu fljótt í kynni við vísindalega veðurfræði. Talið hefur verið að Oddur Einarsson hafi lært hjá Tycho Brahe er hann var við nám í Kaup- mannahöfn á árunum 1583–1585. Oddur fjallar m.a. um veður og hafís í Íslandslýsingu sinni.20 Þess má geta til gamans að sögupersóna í þekktri tunglferðasögu Keplers var íslenskur biskup, en Kepler var aðstoðarmaður Brahes er sá síðarnefndi hrökklaðist til Prag undan Kristjáni IV. Fyrstu náttúrufræðingar Íslendinga (sam- kvæmt rannsóknum Steindórs frá Hlöðum), þeir Oddur, Gísli sonur hans, Jón lærði Guðmundsson og Þórður Þorláksson Vídalín, fjölluðu um veður, mismikið þó.21 Nýlega kom í leitirnar í bresku skjalasafni bréf frá sr. Páli Björnssyni í Selárdal við Arnarfjörð, og ber það vitni um að Páll hafi mælt hita með hitamæli heima í Selárdal. Mælinn áttu menn frá Konunglega vísinda- félaginu í Englandi, sem þarna voru staddir stund úr degi í júlí 1664, og höfðu hann síðan með sér út í skip eftir heimsóknina til hins lærða pró- fasts. Er þetta elsta mæling á Íslandi sem vitað er um. Elstu reglubundnu mælingar sem vitað er um á landinu eru hins vegar athuganir Niels Horrebows á Bessastöðum um miðja 18. öld, frá 1. ágúst 1749 til 30. júlí 1751. Þar er tilgreint veðurlag, vindátt, loftvog í frönskum þumlungum og hitastig á Réaumur-mæli. Þráðurinn var tekinn upp aftur árið 1779 með athugunum Rasmus Lievogs stjörnumeistara. Þær hófust á Bessastöðum en árið eftir flyst athugunarstaðurinn að Lambhúsum, sem stóðu um 330 metra suðvestur af kirkjudyrum á Bessastöðum. Athuganir og mæl- ingar Lievogs stóðu til ársins 1805. Jón Þorsteinsson landlæknir í Nesi við Seltjörn hóf veðurathug- anir í ársbyrjun 1823 og hélt þeim uppi af ótrúlegri elju fram á elliár, en hann lést árið 1855. Árið 1845 hefjast veðurathuganir í Stykkishólmi. Hafa þær haldist til þessa dags og er því Stykkishólmur elsta veðurathugunarstöð á landinu. Veðurathugunarstöðvum á Íslandi hefur fjölgað jafnt og þétt síðan á seinni hluta 19. aldar. Allítarlega hefur verið fjallað um veðurathug- anir á Íslandi fyrr á tíð, og ber þar einkum að nefna verk þeirra Trausta Jónssonar veðurfræðings og Hilm- ars Gunnþórs Garðarssonar sagn- fræðings.22,23,24 Fræðileg veðurfræði varð einnig smám saman frásagnarefni mennta- manna. Þessir fræddu landa sína: Jónas Hallgrímsson, í senn mesti náttúrufræðingur og mesta skáld Íslands er hann lést;23 sr. Magnús Grímsson er gaf út bók um eðlis- fræði; Benedikt Gröndal náttúru- fræðingur og skáld, einn stofn- enda Hins íslenska náttúrufræði- félags og fyrsti formaður þess; og kempan Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðingur.25 Í tímaritum, Skírni, Andvara og Eimreiðinni, birtust greinar um náttúrufræði, þar á meðal nokkrar um veðurfar, jökultíma og skyld efni. Merkast rita um fræðilega veðurfræði á þessu tímabili virðist 100 blaðsíðna hefti sem Hið íslenska þjóðvinafélag gaf út í Kaupmanna- höfn árið 1882: Um vinda. Höfuð- þáttur almennrar veðurfræði, eptir C. F. E. Björling, háskólakennara í Lundi; íslenzkaður og útgefinn að tilhlutan Hins íslenzka þjóðvinafélags.26 Þessi litla bók hlýtur að hafa verið einstaklega áhugaverð á sínum tíma og hefur vísast sáð fræjum fróðleiksfýsnar og áhuga á veðurfræði í huga ungs fólks þótt enn liðu nokkrir áratugir áður en íslenskir námsmenn legðu fyrir sig veðurfræði. Hinn hógværi þýð- andi bókarinnar er hvorki nefndur á nafn á titilblaði né annars staðar 10. mynd. Jón Eyþórsson, (1895–1968), ungur maður árið 1916. Að loknu stúdentsprófi 1917 hóf Jón nám í verkfræði við Hafnarháskóla. Hann venti þó fljótlega kvæði sínu í kross og lagði stund á náttúrufræði þar til hann hélt til Noregs árið 1919. Hann lauk cand.mag.-prófi við Há- skólann í Osló árið 1923, en hafði þá þegar hafið störf við veðurfræðirannsóknir og veðurspár við Háskólann í Bergen. Árið 1926 hélt Jón að lokum heim á leið í ævistarfið á hina nýju Veðurstofu Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.